Síða 1 af 1

projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Lau 12. Júl 2008 22:04
af Hognig
Sælir meðlimir.

Ég ætla að kynna projectið mitt, hef nú ekki neitt nafn á því enn sem komið er en það kemur von bráðar.

Jæja projectið er komið vel á leið, þó alls ekki tilbúið, er að bíða eftir sendingu að utan með aukahlutum.

Þetta er s.s. ósköp venjulegur kassi. Antec Sontana Designer.

Myndir af honum:
Mynd
Mynd

Ég byrjaði á því að taka hann gjörsamlega í sundur en gleymdi að taka myndir af því.

Ég tók frontinn og gjörbreytti honum. Tók usp og það drasl í burt, on/off takkann, reset takkann og hdd led draslið! ALLT burt. Svo mountaði ég fyrir 120mm viftu að framan, viftan og grillið er á leiðini að utan. Einnig pantaði ég svartann on/off takka með rauðum hring inní. Mjög flottur. Á eftir að ákveða hvar hann verður nákvæmlega, það kemur í ljós þegar hann kemur bara, og ég vill engann reset takka.!.
Mynd

En já svo er það hellvítis toppurinn, ég byrjaði á því að kaupa mér svokallaðann föndurskera, 5mm þykka stálplötu og ætlaði að skera út hauskúpu... Já... Það gekk vel þar til allt þetta fína drasl var eftir...

En toppstykkið mun líta einhvernvegin svona út
Mynd
Þetta verður málað svart, og það sem er teiknað inná verður skorið úr,

Kassinn er málaður rauður að innan, öll grindin, og að utan verður hann allur matt svartur. (er að bíða eftir modular psu, svörtu)
Mynd

Ég skar úr fyrir glugga sem kemur á side panelinn, einnig kemur flott Zalman rauð ljósavifta á örrann, og líklega vifta í sidepanelinn, á eftir að ákveða mig. Það er á leiðini allavega nokkrar viftur, nokkur grill, cpu vifta, viftustýring, rauð ljós sem eiga að lýsa í gegnum hauskúpuna á toppnum, og svo mikið meira að koma. hérna eru nokkrar myndir, en verðið að afsaka hvað þær eru lelegar, tek betri þegar þetta verður rdy :D
Mynd
Mynd
Mynd

Hvað finnst ykkur? :P

Kv. Högnig

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Lau 12. Júl 2008 22:08
af axyne
flottur

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Sun 13. Júl 2008 00:33
af halldorjonz
nettur. verður örugglega geggjaður þegar hann er tilbuinn

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Sun 13. Júl 2008 01:03
af techseven
Góður.

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Sun 13. Júl 2008 04:52
af Arnarr
ekki slæmt!

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Sun 13. Júl 2008 14:32
af Hognig
Þakka góð comment.

ég er reyndar að fara í frí núna í viku þannig ég kem ekki með update fyrr ein 22-25 ;) en endilega fylgjast með ;)

Kv. Högnig

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Fös 18. Júl 2008 16:29
af Harvest
Snilld... hlakka til að sjá barnið þegar það er orðið bakað.

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur?

Sent: Fim 24. Júl 2008 22:25
af Hognig
Jæja smá update. :D

búinn að fá fyrri sengdinguna, á eftir að fá þá seinni.

s.s. það sem er komið er grillin, vifturnar, glerin, fan controllerinn og einhvað stuff ;)

á eftir að setja on/off takkann en veit ekki alveg hvar ég á að hafa hann :oops:

en já látum myndinrnar bara tala. ég spreyjaði grillin. og já það var einhvað að myndavélini, hún fór bara í fokk þegar ég tók myndir án flass þannig ég tók bara smá video svo það sjáist betur hvernig þetta kemur út ;)

og já í videoinu eru allar vifturnar í botni :D hehe hún er mjög hljóðlát þegar þær eru á um 900-1000rpm ;)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VeCYPZwPlrM[/youtube]
Mynd
á eftir að laga förin þarna, s.s.s fylla betur uppí þetta og pússa og mála aftur... var bara orðinn geðveikur á því á tímabili ;)
Mynd
Mynd

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Fös 25. Júl 2008 02:22
af Skapvondur
Ýmynda mér bara hauskúpunda brenna og hlægja sækó hlátri...HAhahAHAHhahahaHAHAHAHAHAAHH!

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Mán 08. Sep 2008 12:27
af supergravity
Þessar hauskúpur, pantaðiru þær eða smíðaðiru þær sjálfur?

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Þri 09. Sep 2008 20:59
af Hognig
supergravity skrifaði:Þessar hauskúpur, pantaðiru þær eða smíðaðiru þær sjálfur?


pantaði gillin. en þessi með hornin gerði ég sjálfur. er ennþá í vinnslu :D hehe hef ekki komist í það að klára þetta. er þó búinn að gera þónokkuð síðan þessar myndir voru settar inn, allt tilbúið nema toppurinn ;) hendi inn uppfærslu við tækifæri

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Þri 21. Okt 2008 12:04
af Gunnar
endilega uppdate-a :D

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Fös 24. Okt 2008 16:34
af Lester
vá flott bara keep update-ing =)

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Fös 24. Okt 2008 18:23
af jonsig
Vonandi nærðu í stelpur útá þetta.

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Fös 24. Okt 2008 19:24
af gunnicruiser
hahah

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Fös 24. Okt 2008 20:59
af Blackened
jonsig skrifaði:Vonandi nærðu í stelpur útá þetta.


Skynja ég netta kaldhæðni? :lol: :lol:

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Mán 10. Nóv 2008 01:03
af HilmarHD
Djöfulsins rosalegu læti maður... [-X

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Mán 10. Nóv 2008 19:53
af SteiniP
jonsig skrifaði:Vonandi nærðu í stelpur útá þetta.

Ég hló upphátt.

Annars er þetta alveg óendanlega svalt.

Re: projectið mitt: hvað finnst ykkur? nýtt update

Sent: Lau 14. Mar 2009 12:12
af Hognig
jonsig skrifaði:Vonandi nærðu í stelpur útá þetta.


HEHE :D það er ástæðan sem ég er ekki búinn að vera duglegur við að klára þetta að þetta var ekekrt að virka uppá hözzlið :D

Kassinn Stendur ennþá bara topplaus, reyndar kominn með örgjörva viftu síðan síðast held ég :)


Þarf að fara að drífa mig á klára þetta ;P