Síða 1 af 1

Er að gera tölvuna afat hljóðláta, vantar samt hjálpmeðskják

Sent: Fös 03. Okt 2003 23:41
af Arnar
Ég er búinn að skipta um hellings af stuffi í tölvunni :)
Ég skipti gamla PSU fyrir 400w Zalman PSU sem heyrist ekkert í ! :)
Svo fékk ég mér 120gb Seagate SATA disk, fyrir 60gb diskinn sem var hávær.
Svo fyrir hinn 120gb diskinn sem ég átti fékk ég mér Heatpipe frá Zalman.. nú heyrist ekkert í honum ;)
Setti Zalman7000a á örran og Zalman heatsink á norðurbrúnna og einnig 4x papst viftur.

Nú er málið méð skjákortið. Ég ætla að fá mér nýtt skjákort eftir 2mánuði þannig ég vil ekki kaupa dýrt heatsink frá Zalman á það.

Á kortinu (Ti4600) er lítil vifta kannski um 2cm sem heyrist frekar hátt í, hún er bara skrúfuð á heatsinkið ákortinu með venjulegur skrúum.
Þannig ég spyr: Eru nokkuð til svona hljóðlátar 2cm viftum sem ég gæti skipt þessari út fyrir ?
Eða er eitthvað mál að rigga bara 80mm kassaviftu við skjákortið ?

Eða hvað hafið þið séð eða gert til að þagga í skjákortinu? Svona low budget.

Þetta er það EINA sem heyrist í tölvunni.. ARG

Takk fyrir
Arnar

Sent: Lau 04. Okt 2003 00:19
af gumol
Ég tók mína bara úr sambandi :twisted:

Ég er með MX svo það er ekki alveg að marka ;)

Sent: Lau 04. Okt 2003 14:44
af Spirou
Ef það er mikið loftflæði í gegnum kassan þá ætti alveg að vera í lagi að taka þessa viftu bara úr sambandi. Ég hef tekið viftuna úr sambandi á Geforce 256 og Geforce FX 5200 kortum án þess að það hefði nein áhrif. En eins og hinn segir þá er FX kortið MX kort og því alls ekki möguleiki á því að það kort hitni.

Annars sérðu það strax ef skjákortið byrjar að yfirhitna. Ef þú ert að spila tölvuleik þá byrjar grafíkin að klikka og þá eru það augljós merki um að þú megir ekki taka viftuna úr sambandi og þá er ekkert auðveldara en að setja hana bara aftur í samband.
Svo er svo lítil vinnsla á þessum kortum þegar þau eru að vinna í 2D að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur þar.

Sent: Lau 04. Okt 2003 15:20
af Arnar
Er að spila nokkra tölvuleiki..
Held að loftflæðið sé fínt.. er með 4x Papst vifur í Dragon kassa
2blása inn og 2 út..

Viftan á skjákortinu var sko stopp í svona 2 mánuði.. og ég fann ekkert að þessu..
Svo hringdi ég þangað sem ég keypti það og sagði þeim það, þeir sögðu að ég þyrfti að fara strax með það, annars myndi það eyðileggjast, svo ég gerði það.

Þeir settu þessa viftu á, 100% ábyrgð

Á ég alveg að þora að taka hana aftur úr sambandi ?
Þetta er alveg frekar stórt heatsink sem er undir viftunni.. ekkert svaka huge samt

Sent: Lau 04. Okt 2003 15:49
af Arnar
Spirou ef ég tæki viftuna úr sambandi.. og sæi ekkert að gráfikinni eins og í Colin McRae3 er þá þetta alveg "safe" eða?

Sent: Lau 04. Okt 2003 16:39
af Spirou
Arnar skrifaði:Spirou ef ég tæki viftuna úr sambandi.. og sæi ekkert að gráfikinni eins og í Colin McRae3 er þá þetta alveg "safe" eða?


Jamm eða að hún frýs í leiknum, það er líka augljós merki :)

Sent: Lau 04. Okt 2003 18:03
af Arnar
Ok.. ég tók hana úr sambandi, en heyrði lítinn mun + Colin 3 og tölvan restartaðist :/

Ég tók HDD úr sambandi til að checka hvort þetta væri þeir, þetta voru ekki þeir. Heyrist ekkert í PSU né Papst viftunum.

Þannig ég held að þetta sé Zalman 7000a örgjörva viftan, en hún er á lægsta snúningi (1400rpm) og á að vera 20db svoleiðis

Er tölvan orðin það hljóðlát að ég bara tek svo mikið eftir þessum skitnu 20db úr 7000a viftunni eða er hún gölluð.. hehe

Þarf að redda mér db mæli :)

Sent: Lau 04. Okt 2003 18:22
af gumol
hvað með kassavifturnar?
Þótt þú heirir ekkert í þeim sjálfum getur heyrst í loftinu þegar það fer í gegnum götin á Dragon kassanum

Sent: Lau 04. Okt 2003 18:30
af Arnar
Ef ég set eyrað alveg upp við þær.. þá heyrst smá..

En hljóðið sem ég heyri þegar ég er smá í burtu er á allt annarri tíðni.

Sent: Lau 04. Okt 2003 18:53
af gumol
lol, ef eirað er alveg upp við vifturnar blockaru vindinn, þá heirist ekkert :lol:

Sent: Lau 04. Okt 2003 22:03
af Arnar
Ég fór ekki það nálægt..

Svo eins og ég sagði.. þetta er á miklu hærri tíðni.. ég prófaði líka að kippa þeim úr sambandi..

Sent: Lau 04. Okt 2003 22:09
af gumol
allt í lagi að halda örgjörva viftunni í nokrar sekúndur á meðan þú hlustar eftir hljóði.