Síða 1 af 1

Antec P-180 Loftstreymi

Sent: Mán 19. Nóv 2007 03:36
af FannarS
Ég hef 2 viftuvandamál.

Ég er með P180 turn og hef verið að spá í að setja viftu í efra boxið framan á sem á þá að soga inn loft. Þið vitið hvað ég meina. En þar sem að ég er ekki reyndur í að kaupa viftur og hef aldrei gert það né að tengja svoleiðis. Hvað er það sem ég ætti helst að skoða við kaupa á viftu ?

Ég er með allveg original kælingu eins og er, þ.e. viftu ofan á og aftan á, og eina neðst sem blæs á aflgjafann.

Svo er það seinna vandamálið. Ég á í vandræðum með CPU fan. Ég fékk þarna D.O.T. forritið frá MSI sem á að stjórna viftunum en það detectar ekki að CPU viftan sé í gangi. Hún snýst þó. Hvað ætti ég að að skoða til að koma þessu í lag. ?

Sent: Mán 19. Nóv 2007 17:40
af Minuz1
Er viftan með rpm skynjara? ættu að vera 3 vírar í tenginu frá viftu í móðurborð...

Sent: Þri 20. Nóv 2007 10:24
af FannarS
Minuz1 skrifaði:Er viftan með rpm skynjara? ættu að vera 3 vírar í tenginu frá viftu í móðurborð...


Ég setti tölvuna ekki saman sjálfur, hún var sett saman af fyrirtæki hér á Íslandi. Ég veit ekkert hvort hún er með rpm skynjara en þetta er original CPU vifta sem fylgir AMD x2 Dual core 4600+.

Já, það koma 3 vírar frá viftunni og í móðurborðið þótt ég viti ekkert hvort þeir fari á réttann stað. Gulur, svartur og rauður ef ég man rétt. Ég var að skoða þetta áðan.

Sent: Mið 21. Nóv 2007 17:17
af FannarS
Fæ ég enga hjálp frá ykkur ?

Sent: Fim 22. Nóv 2007 10:22
af appel
Ég hef sett saman P182, og vifturnar í kassanum ( 3 talsins ) voru tengdar beint við molex power plug og ekki í sysfan pluggin á móðurborðinu.

Sent: Fim 22. Nóv 2007 13:47
af Harvest
Ég mæli með silen-x viftunum sem að start voru með. Spurning hvort þeir séu með það lengur.

Annars eru coolermaster vifturnar ágæftar. Ef þetta er 120mm vifta þá mundi ég ekki kaupa neitt neðar en 1500kr. Annað er bara hávaði.

Ss. hávaðann. 11db. Ekki mikið hærra en það.

Sent: Sun 02. Des 2007 19:40
af audiophile
Ég er með P180 og sannarlega skemmtilegur kassi að flestu leyti. Afskaplega vel byggður og hljóðeinangraðar hliðar gera hann hljóðlátari en flest sem ég hef sett saman.

Vifturnar sem fylgja er hljóðlátar og góðar en ég ákvað að skella einni SilenX 11db viftu til að soga inn loft að framan þar sem efra harðadiska plássið er. Svo er ég með Antec Truepower Trio PSU sem er með sér molex output einungis ætlað kassaviftum og held að það sé hitaskynjari sem stjórnar viftuhraða. Mínar kassaviftur eru þar með ekki tengdar á móðurborð.

Eini gallinn finnst mér að það er nánast ómögulegt að hafa viftuna í botninum á milli PSU og hörðudiskana og því slappt flæði þar. Held að eina leiðin til að hafa viftuna þar er að ver með pínulítið PSU sem er frekar ólíklegt þar sem flestir í dag er með um 600w og yfir PSU. Eða þá sleðða að hafa harðadiska þar og setja frekar í efra boxið.

Annars held ég að Start séu hættir með 120mm SilenX vifturnar sem er synd því þær eru mjög góðar.

Sent: Mán 03. Des 2007 01:03
af Harvest
audiophile skrifaði:Ég er með P180 og sannarlega skemmtilegur kassi að flestu leyti. Afskaplega vel byggður og hljóðeinangraðar hliðar gera hann hljóðlátari en flest sem ég hef sett saman.

Vifturnar sem fylgja er hljóðlátar og góðar en ég ákvað að skella einni SilenX 11db viftu til að soga inn loft að framan þar sem efra harðadiska plássið er. Svo er ég með Antec Truepower Trio PSU sem er með sér molex output einungis ætlað kassaviftum og held að það sé hitaskynjari sem stjórnar viftuhraða. Mínar kassaviftur eru þar með ekki tengdar á móðurborð.

Eini gallinn finnst mér að það er nánast ómögulegt að hafa viftuna í botninum á milli PSU og hörðudiskana og því slappt flæði þar. Held að eina leiðin til að hafa viftuna þar er að ver með pínulítið PSU sem er frekar ólíklegt þar sem flestir í dag er með um 600w og yfir PSU. Eða þá sleðða að hafa harðadiska þar og setja frekar í efra boxið.

Annars held ég að Start séu hættir með 120mm SilenX vifturnar sem er synd því þær eru mjög góðar.


Já... virðist vera sem start hætti með allt sem gott er.

En allavega þá er held ég enginn að taka þetta inn. Antec vifturnar með grindinni eru mjög góðar en þær eru bara til að soga út (svo stórar).

Hef bara heyrt góða hluti um þennan kassa. Búinn að setja ca 2-3 vélar í svona.

Sent: Mán 03. Des 2007 01:50
af appel
Eina sem mér fannst leiðinlegt með P182 kassann minn var vesenið með snúrurnar í neðra hólfinu þar sem þær tengdust hörðu diskunum. Það var lítið pláss fyrir snúrurnar þar, en ég er með 3 diska þar. Þurfti að beygja snúrurnar til að þær myndu ekki rekast í viftuna þar. Vanalega má maður ekki beygja SATA snúrur 90°, þessvegna var ég doldið nerves :)

Svo fannst mér hliðin undir móðurborðinu, þar sem mikið af snúrum fer undir, vera of þunn. Ég gat varla lokað kassanum því 24pinna snúran var svo þykk! En það hafðist. Reyndar var ég doldið pissed útí Corsair HX520 PSU, 8pinna power snúran var ekki nógu löng til að fara beint undir móðurborðin og alveg upp yfir það. Þurfti að leiða hana inn í gegnum gatið að efra hólfinu.

Það er svosem ekkert alveg 100% perfect.
Hefði mátt vera aðeins rýmra, en þetta er samt brilliant kassi.

Sent: Mán 03. Des 2007 18:04
af audiophile
Einmitt appel, það er akkurat það sem ég var að tala um. Rýmið milli aflgjafans og hörðudiskana er alltof lítið til að hafa þessa viftu þar, því endaði ég með að fjarlægja hana alfarið. Svo ennþá furðulegra er að það er engin festing fyrir viftu fyrir framan neðri diskana til að soga loft inn í kassann, þó að það sé pláss og grill og filter og allt saman til staðar.