Moddað vegna nauðsynjar
Sent: Lau 22. Sep 2007 10:44
Sælir Vaktverjar
Ég var nýlega að uppfæra tölvuna mína og hef ég aldrei lent í eins miklu veseni við uppsetningu á nýrri tölvu og neyddi það mig til að "modda" kassann minn,
þannig að ég ákvað að deila þessu með ykkur.
Það sem ég skellti mér á:
MSI P35 Platinum
Intel Q6600
MSI Nvidia 8600GTS viftulaust
2x 1 GB DDR2 800
Skellti þessu svo í gamla Lian-Li PC-V1200 kassan minn og notaði gömlu drifin og Silenx 400w aflgjafann minn áfram.
En þegar kom að því að setja þetta upp lenti ég í smá vandræðum, vélin neitaði að boota sér upp almennilega,
komst inn í bios en ekki mikið lengra en það annars slökkti hún á sér,
taldi ég í fyrstu að aflgjafinn væri ekki nægilega góður þar sem á móðurborðinu voru 24 og 8 pinna tengi en á aflgjafanum var einungis 20 og 4 pinna,
svo ég skellti mér á Gigabyte Odin Pro 800w, en það leysti engann vanda og komst ég að þeirri niðurstöðu að ég væri sauður
því heatsinkið á örgjörvanum var ekki nægilega þétt uppvið hann þrátt fyrir að allar smellurnar væru alveg vel fastar.
Victory at last, tölvan kveikir á sér og ég set up windows og allt í góðu gengi, fyrir utan það að nýji aflgjafinn er lengri en sá gamli
og passar ekki almennilega í kassann og hangir hálfur út úr kassanum og einnig finnst mér hitastigið á örgjörvanum full hátt eða um 46°C idle.
Ég les milljón gagnrýni um kælingar og kemst að þeirri niðurstöðu að ein besta loftkæling sem ég fæ er
Thermalright ultra 120 og til allrar hamingju fæst hún hér heima hjá Kísildal svo ég þarf ekki að vesenast að panta að utan,
bætti ég svo við 2x Sharkoon Silent Shark 120mm viftum (sem eru alls ekki silent nema maður skrúfi þær niður í 1000rpm, en þær blása vel)
En að sjálfsögðu passar kælingin ekki í kassan minn góða, það er veggur á milli aflgjafa og móðurborðs sem er fyrir, svo eitthvað þurfti ég að gera.
Hér er kassinn í upprunalegri mynd áður en hafist er handa:
Svo heppilega vill til að einn félagi minn er blikksmiður og hjálpaði hann mér í þessum breytingum.
Þurfti að skera vegginn á milli móðurborðs og aflgjafa rýmis:
Hér er kassinn eftir að skorið hefur verið úr, tók ég annann HD rack'inn og setti hann þar sem floppy drifið var:
En þá þurfti að styrkja móðurborðs festinguna því þetta var frekar "loosy goosey":
Hér má sjá afraksturinn, bara vonandi passar allt heila klabbið í:
Litlu mátti muna, heatsinkið snertir ekki aflgjafann, en það er ekki meira en 1mm á milli:
Hér má svo sjá allt heila klabbið komið í, svolítið snúru mess ég veit:
Og að lokum ein mynd af kassanum í allri sinni dýrð, reyndar er ég búinn að taka þetta gamla Soundblaster hljóðkort úr þar sem það hefur ekki verið notað
síðan ég fékk mér Focusrite Saffire LE og setti ég Zalman viftustýringu í staðinn (sem ég ætla að modda, allt of mikið af helv. ljósum og drasli):
Hitastigið hjá mér lækkaði töluvert við að uppfæra kælinguna hjá mér eða niður í 32-4°C á örgjörvanum í idle,
einnig setti ég 120mm viftu á skjákortið og fór það frá 70°C+ niður í 40°C,
þrátt fyrir að vera með 4 viftur í kassanum plús viftuna í aflgjafanum er hún frekar hljóðlát og það eina sem heyrist eitthvað að viti í eru hörðu diskarnir,
sem fer frekar í taugarnar á mér þar sem ég nota vélina í hljóðvinnslu og upptökur, ef einhver hefur einhverja töfralausn á þessu vandamáli þá endilega tjá sig.
Öll uppbyggileg gagnrýni og komment vel þegin.
Ég var nýlega að uppfæra tölvuna mína og hef ég aldrei lent í eins miklu veseni við uppsetningu á nýrri tölvu og neyddi það mig til að "modda" kassann minn,
þannig að ég ákvað að deila þessu með ykkur.
Það sem ég skellti mér á:
MSI P35 Platinum
Intel Q6600
MSI Nvidia 8600GTS viftulaust
2x 1 GB DDR2 800
Skellti þessu svo í gamla Lian-Li PC-V1200 kassan minn og notaði gömlu drifin og Silenx 400w aflgjafann minn áfram.
En þegar kom að því að setja þetta upp lenti ég í smá vandræðum, vélin neitaði að boota sér upp almennilega,
komst inn í bios en ekki mikið lengra en það annars slökkti hún á sér,
taldi ég í fyrstu að aflgjafinn væri ekki nægilega góður þar sem á móðurborðinu voru 24 og 8 pinna tengi en á aflgjafanum var einungis 20 og 4 pinna,
svo ég skellti mér á Gigabyte Odin Pro 800w, en það leysti engann vanda og komst ég að þeirri niðurstöðu að ég væri sauður
því heatsinkið á örgjörvanum var ekki nægilega þétt uppvið hann þrátt fyrir að allar smellurnar væru alveg vel fastar.
Victory at last, tölvan kveikir á sér og ég set up windows og allt í góðu gengi, fyrir utan það að nýji aflgjafinn er lengri en sá gamli
og passar ekki almennilega í kassann og hangir hálfur út úr kassanum og einnig finnst mér hitastigið á örgjörvanum full hátt eða um 46°C idle.
Ég les milljón gagnrýni um kælingar og kemst að þeirri niðurstöðu að ein besta loftkæling sem ég fæ er
Thermalright ultra 120 og til allrar hamingju fæst hún hér heima hjá Kísildal svo ég þarf ekki að vesenast að panta að utan,
bætti ég svo við 2x Sharkoon Silent Shark 120mm viftum (sem eru alls ekki silent nema maður skrúfi þær niður í 1000rpm, en þær blása vel)
En að sjálfsögðu passar kælingin ekki í kassan minn góða, það er veggur á milli aflgjafa og móðurborðs sem er fyrir, svo eitthvað þurfti ég að gera.
Hér er kassinn í upprunalegri mynd áður en hafist er handa:
Svo heppilega vill til að einn félagi minn er blikksmiður og hjálpaði hann mér í þessum breytingum.
Þurfti að skera vegginn á milli móðurborðs og aflgjafa rýmis:
Hér er kassinn eftir að skorið hefur verið úr, tók ég annann HD rack'inn og setti hann þar sem floppy drifið var:
En þá þurfti að styrkja móðurborðs festinguna því þetta var frekar "loosy goosey":
Hér má sjá afraksturinn, bara vonandi passar allt heila klabbið í:
Litlu mátti muna, heatsinkið snertir ekki aflgjafann, en það er ekki meira en 1mm á milli:
Hér má svo sjá allt heila klabbið komið í, svolítið snúru mess ég veit:
Og að lokum ein mynd af kassanum í allri sinni dýrð, reyndar er ég búinn að taka þetta gamla Soundblaster hljóðkort úr þar sem það hefur ekki verið notað
síðan ég fékk mér Focusrite Saffire LE og setti ég Zalman viftustýringu í staðinn (sem ég ætla að modda, allt of mikið af helv. ljósum og drasli):
Hitastigið hjá mér lækkaði töluvert við að uppfæra kælinguna hjá mér eða niður í 32-4°C á örgjörvanum í idle,
einnig setti ég 120mm viftu á skjákortið og fór það frá 70°C+ niður í 40°C,
þrátt fyrir að vera með 4 viftur í kassanum plús viftuna í aflgjafanum er hún frekar hljóðlát og það eina sem heyrist eitthvað að viti í eru hörðu diskarnir,
sem fer frekar í taugarnar á mér þar sem ég nota vélina í hljóðvinnslu og upptökur, ef einhver hefur einhverja töfralausn á þessu vandamáli þá endilega tjá sig.
Öll uppbyggileg gagnrýni og komment vel þegin.