Síða 1 af 1

Pínu vandræði með yfirklukkun (fyrsta skipti)

Sent: Þri 20. Mar 2007 18:08
af Gogo
Góðan daginn vaktarar, þetta er í fyrsta skipti sem ég bý til þráð hérna þannig að afsakið ef þetta er ekki nógu snyrtilega sett upp.

Allaveganna ég byrjaði fyrir stuttu að yfirklukka amd 3500+ winchester örgjörvann minn. Ég byrjaði að láta hann í 2400mhZ með því að setja fsb í 240 og multiplier í 10x,
minnkaði Ht link í 4x og lét minnið í 333mhz í staðinn fyrir 400mhz og það kom út í umþaðbil 400mhz með breytingunni. Ég hækkaði Vcore í 1.42 (venjulegt fyrir Winchester er 1.4) Það gekk vel nema að stundum þegar ég kveikti á tölvunni og hún var búin að runna í nokkrar mínútur fraus hún en eftir að ég restartaði henni þá gerðist ekkert í marga klukkutíma...

Núna er ég með fsb í 225 og multiplier í 11x og þá er örgjörvinn í 2480mhz, ég festi ddr voltage í 2.6 og Vcore í 1.45 minnin eru í 373 mhZ og Ht link í 5x og er í 1125 einnig er pci bus í 33.0 mhz og pci synchronation clock í 100 mhz.

Ennþá gerist það oft að tölvan frýs eftir nokkrar mínútur að kveikt hefur verið á henni og eftir restart þá frýs hún ekki aftur.

Hitinn á örgjörvanum er í kringum 32-35 idle og yfirleitt ekki yfir 40 í load, lét hana í stress test í p95 forritinu í 4 tíma og hitinn fór aldrei yfir 40..

Þar sem þetta er fyrsta overclockið mitt þá langaði mig að vita hvort að þið hefðuð einhver ráð til að hjálpa og hvort þið getið ráðið úr þessu frjósunarvandamáli

Með von um hjálp Gogo :D

Sent: Þri 20. Mar 2007 21:08
af Yank
Velkominn á vaktin.is

Eftir að hún endurræsir sig hangir þá yfirklukkunin inni eða er bios búinn að fara í safe mode. Þ.e. örgjörfin kominn aftur á default ?

Búinn að disable Cool&Quiet?
Hvernig móðurborð er þetta ?

Sent: Þri 20. Mar 2007 21:41
af Gogo
Yank skrifaði:Velkominn á vaktin.is

Eftir að hún endurræsir sig hangir þá yfirklukkunin inni eða er bios búinn að fara í safe mode. Þ.e. örgjörfin kominn aftur á default ?

Búinn að disable Cool&Quiet?
Hvernig móðurborð er þetta ?


Þegar ég hef endurræst hana þá hangir yfirklukkunin ennþá inni og cool&quiet er disablað :D

Þetta er asus a8n-e móðurborð :D takk fyrir hjálpina, en þar sem þú ert allaveganna að kíkja á þetta, helduru að þetta sé alveg eðlilegur voltage á core og að ég ætti að festa minnin í 2.6volt þetta eru corsair valueselect minni. :D

Sent: Þri 20. Mar 2007 22:01
af olafurjonsson
hvaða forrit ertu að nota ég er nefnilega með allveg eins örgjörva og er að pæla að overclocka hann lika:)

Sent: Þri 20. Mar 2007 23:03
af Yank

Þegar ég hef endurræst hana þá hangir yfirklukkunin ennþá inni og cool&quiet er disablað :D

Þetta er asus a8n-e móðurborð :D takk fyrir hjálpina, en þar sem þú ert allaveganna að kíkja á þetta, helduru að þetta sé alveg eðlilegur voltage á core og að ég ætti að festa minnin í 2.6volt þetta eru corsair valueselect minni. :D


Það er ekki ólíklegt að það gæti þurft hærra vcore eða á minni.

Var t.d. með 1,575v@2,6Ghz en það var kælt með vatni.

Sent: Þri 20. Mar 2007 23:42
af @Arinn@
Mjög líklega vcore ekkert vera að fikta í minnis voltonum strax þarft þess ekki fyrr en þú ufirklukkar minnin. Prufa að hækka volt uppí 1.5 en fylgjast með hita..... mjög vel ekki vera að fara fyri 50°C í load það er allvega ekki mælt með því.

Sent: Mið 21. Mar 2007 15:31
af Gogo
olafurjonsson skrifaði:hvaða forrit ertu að nota ég er nefnilega með allveg eins örgjörva og er að pæla að overclocka hann lika:)


Ég er bara að gera þetta í gegnum bios :) en nota asusprob til að fylgjast með hita og cpu-Z og ntune til að fá hinar ýmsu upplýsingar :D

Já og takk fyrir góð ráð, ætla að prófa að hækka Vcore í 1.5