Síða 1 af 1

PSU vandamál?

Sent: Mið 09. Ágú 2006 18:53
af thalez
Sælt veri fólkið. Ég keypti þetta forláta kort hér af Vaktinni: http://www.sapphiretech.com/en/products ... p?gpid=133

Kortið er þrælflott og fékkst á góðu verði :D

Nú er svo komið að ég lendi í því af og til þegar ég spila leiki að ég missi "signal" þó að hljóðið hangi inni. Ég er með Neovo F-417 LCD skjá og með þessa spekka á tölvunni:

AMD 939 3000+
MSI K8N NEO4 móðurborð
2X512mb 400mhz minni (dual)
2X160GB sata diska
350W PSU
Sapphire X1600 pro 512mb
Zalman blóm á örgjörva
Msi Dvd-drif

Þegar ég hef spila leiki í smá stund, þá dettur skjárinn út og ég fæ "no signal" merki á skjáinn. Ég er að spá í hvort að ég þurfi að fá mér öflugri PSU eða hvort að þetta sé tengt móðurborðinu.

Þegar ég hef niðurklukkað kortið með ati-tool þá virðist ég ekki lenda í þessu.

Einhverjar hugmyndir um lausnir?

Sent: Mið 09. Ágú 2006 22:16
af Cikster
Ég mundi frekar giska á að þetta væri hitavandamál þar sem þú getur spilað leiki í smástund með kortið á default hraða. Prófaðu að opna kassann og jafnvel finna litla borðviftu ef þú átt til að blása inn í kassann til að athuga hvort kortið hangi gangfært þá.