Síða 1 af 1
Víbríngur í Dragonkössum úr áli.
Sent: Fim 31. Júl 2003 21:54
af Negrowitch
Ég er með reynslusögu af Dragonkassa úr áli. Þegar ég er með fleiri en einn harðan disk í gangi í vélinni minni þá víbrar hún eins og þvottavél! Já, sama hvar diskarnir eru í vélinni (líka í 5ogkvart) Þetta suckar!! Er ég einn í heiminum með þetta vandamál eða hefur einhver sömu sögu að segja? Samt sem áður er vélin mín mest teppalagða beygla í himingeimnum, varla flötur sem er ekki hægt að ryksuga (ofur vel einangruð). Þegar einn diskur er í gangi þegir hún eins og nunna. Er einhver með svipuð vandamál í öðrum álkössum?
æ
Sent: Fim 31. Júl 2003 22:17
af ICM
ég er með venjulegan dragon kassa(ekki úr áli) en það eru svo mikil læti að ég heyri mjög lítin mun á að hafa 1 eða 2 HDD, svo mikið af viftum að fólk sem kemur inn í herbergið heldur að það sé opin gluggi og svaka vindur gardínurnar eru á svo mikilli ferð en þetta eru bara útúr snúningar
Sent: Fim 31. Júl 2003 22:30
af kemiztry
Ég er með Thermaltake Xasier II álkassa... nákvæmlega eins og Dragoninn... og það heyrist ekkert svona þvottavélhljóð úr honum
Re: æ
Sent: Fim 31. Júl 2003 22:31
af Negrowitch
IceCaveman skrifaði:ég er með venjulegan dragon kassa(ekki úr áli) en það eru svo mikil læti að ég heyri mjög lítin mun á að hafa 1 eða 2 HDD, svo mikið af viftum að fólk sem kemur inn í herbergið heldur að það sé opin gluggi og svaka vindur gardínurnar eru á svo mikilli ferð en þetta eru bara útúr snúningar
Sem betur fer er minn kassi ekki svoleiðis! Eins og er er ég með passíva kælingu á skjákorti og kubbasetti. Svo er ég með fimm Panaflo viftur tengdar í hraðastýringu, hraðastýringu á örgjörvaviftunni (Coolermaster Aero 7+) og handvirka og sjálfvirka stýringu á PSU (Enermax), púða á milli PSU og kassans, gúmmíhringi undir öllum skrúfum og síðast en ekki síst Teppalögð. Þess vegna geturðu rétt ímyndað þér hvað þetta er pirrandi eftir allt þetta ómak
Ég er reyndar bara með einn disk í gangi núna
og þessvegna þeigir hún, en ég á fleiri diska sem vilja láta nota sig
Sent: Fim 31. Júl 2003 22:32
af Negrowitch
kemiztry skrifaði:Ég er með Thermaltake Xasier II álkassa... nákvæmlega eins og Dragoninn... og það heyrist ekkert svona þvottavélhljóð úr honum
Hvað ertu með marga diska?
Re: Víbríngur í Dragonkössum úr áli.
Sent: Fös 01. Ágú 2003 00:58
af Spirou
Negrowitch skrifaði:Ég er með reynslusögu af Dragonkassa úr áli. Þegar ég er með fleiri en einn harðan disk í gangi í vélinni minni þá víbrar hún eins og þvottavél! Já, sama hvar diskarnir eru í vélinni (líka í 5ogkvart) Þetta suckar!! Er ég einn í heiminum með þetta vandamál eða hefur einhver sömu sögu að segja? Samt sem áður er vélin mín mest teppalagða beygla í himingeimnum, varla flötur sem er ekki hægt að ryksuga (ofur vel einangruð). Þegar einn diskur er í gangi þegir hún eins og nunna. Er einhver með svipuð vandamál í öðrum álkössum?
Im with you man! Ég er með svartan stálkassa og hann víbrar allur stundum en verstur er hann ef ég er með hurðina lokaða og dugar þó oft að spyrna bara vel á kassan
, ath ekki sparka
warranty void if kicked!
Sent: Fös 01. Ágú 2003 00:59
af kemiztry
2stk
Sent: Fös 01. Ágú 2003 14:00
af OverClocker
Sent: Fös 01. Ágú 2003 14:34
af MezzUp
ég á sona dempara einsog task.is er að selja, finn engan mun á WD80GB disknum mínum, gerir örugglega eitthvað samt fyrir diska semað víbra mikið
ps. það þarf að bora aukagöt á þessa dempara ef að þú vilt að þeir virki með Dragon kössunum
Sent: Fös 01. Ágú 2003 15:56
af axyne
ég er með dragon álkassa og með 3 harðadiska. ég hef ekki tekið eftir neinum vípring. hún er bara mjög hljóðlát blessunin sérstaklega þegar ég slekk á WD disknum