Síða 1 af 1

Overclock

Sent: Lau 27. Maí 2006 21:36
af omfger
Ég var að spá hvort að þið gætuð sagt mér nákvæmlega hvaða tölur ég á að hafa í hverju til að fá sem besta overclockið hérna eru upplýsingar um vélina, það er svo böggandi að gera þetta af því að það sem stendur hérna að maður eigi að hækka og lækka heytir ekkert það sama og í biosinu (annað nafn). En hérna koma upplýsingar um draslið.

Shuttle SD31P , Intel P4 560 LGA 775 3.6ghz

Mynd


Mynd

Þessar 4 tölur sem ég er búinn að gera utanum eru allar í biosinu og voltin og voltage frequenzie eitthvað svoleiðis, þetta fsb:dram get ég ekki fundið í biosinu. Ég vona að þig getir ráðlagt mér eitthvað með þetta

Sent: Lau 27. Maí 2006 23:45
af @Arinn@
Þarf maður alveg að mata þetta ofan í byrjenduna þú verður bara að lesa þig til um hvernig þú átt að overclocka það eru ekki bara til hinu gullnu stillingar og hviss bamm búmm og allt er geðveikt.... þú verður að læra að overclocka svo þarftu að prófa þig áfram og sjá hvað þú kemst hátt og það verður bara að vera þannig.

EDIT: Lestu þetta (http://www.ocforums.com/showthread.php?t=263753) og skoðaðu Overclocking Korkinn vel og lestu það vel sem ég sýndi þér og komdu svo með spurningar.

Sent: Sun 28. Maí 2006 01:16
af kristjanm
Það er aldeilis kominn vindur í þig @Arinn@, ekki eins og þú sért einhver sérfræðingur.

Sent: Sun 28. Maí 2006 01:23
af @Arinn@
Nei engin vindur í mér ég var ekekrt pirraður ég sagði þetta svona eiginlega í djóki :D en hann þarf samt að lesa þetta ef hann vill fá einhvern árangur, og ég er svo langt því frá að segja að ég sé einhver sérfræðingur í overclocki þó ég viti nú eitthvað smá um það. Bara ég held að þessi guide sem hann elv sendi inn sé mjög góð byrjun fyrir byrjendur og svo er kannski þægilegra að spyrja þegar maður veit eitthvað :p

Sent: Sun 28. Maí 2006 12:00
af omfger
Allt í lagi ég náði að hækka mig í 4 ghz með xpc tools hækkaði voltin í 1.5 og setti fsb í 225 en það er alltaf að droppa úr 4 ghz í kannski 3.6 hvernig get ég lagað það? hvað er það sem ég þarf að breyta?

Sent: Sun 28. Maí 2006 13:21
af hahallur
Er þetta Dell XPC ?

Annars áttu ekki að OC-a með einhverju windows app-i.

Átt að gera það í bios... þá festist það.

Sent: Sun 28. Maí 2006 13:35
af @Arinn@
Þetta er shuttle.

Sent: Sun 28. Maí 2006 13:56
af omfger
Ok ég er búinn að færa þetta inní biosið og svo fer ég í tölvuna starta ekki upp shuttle xpc tool heldur fer í cpu-z og þar stendur að ég sé með 3 ghz svo fer það uppí 4 ghz og svona. hvað getur verið að?

Sent: Sun 28. Maí 2006 19:56
af kristjanm
Er þetta ekki bara EIST?

Örgjörvinn klukkar sig niður sjálfkrafa þegar hann er ekki að gera neitt, í þeim tilgangi að minnka hita og rafmagn.

Sent: Sun 28. Maí 2006 20:09
af hahallur
kristjanm skrifaði:Er þetta ekki bara EIST?

Örgjörvinn klukkar sig niður sjálfkrafa þegar hann er ekki að gera neitt, í þeim tilgangi að minnka hita og rafmagn.


... já kannski

Slökktu á Cool and Quiet í bios.

Sent: Sun 28. Maí 2006 23:27
af omfger
Cool and Quiet? er það í shuttle bios eða?

Sent: Mán 29. Maí 2006 00:24
af omfger
ég veit hvað er að núna sko þegar allt er default þá er multiplier að fara frá 14 í 18 en samt oftast í 14 og þá er ég bara með 2.8 ghz hef ég þá altlaf bara verið með 2.8 ghz ???? og svo eru voltin að fara frá 1 V uppí 1.2 og svona. hvað getur verið að þessu?

Sent: Mán 29. Maí 2006 01:55
af kristjanm
Þetta heitir Enhanced Intel Speedstep Technology og er skammstafað EIST.

Þegar örgjörvinn er ekki að vinna þá lækkar hann multiplierinn niður í 14x og lækkar voltin á örgjörvanum í leiðinni. Um leið og örgjörvinn byrjar að vinna eitthvað þá setur hann multiplierinn aftur í 18x og hækkar voltin. Þetta hægir ekki á vinnslunni.

hahallur: Cool'n'Quiet er AMD tækni og þetta er Intel vél. Hann ætti frekar að leita að EIST í BIOSnum.

Sent: Mán 29. Maí 2006 16:00
af hahallur
ahh var búin að gleyma að hann væri með Intel :sleezyjoe