Síða 1 af 1

þagga niður í aflgjafanum

Sent: Fös 28. Apr 2006 12:07
af Jellyman
Ég er með 5 silentX viftur of það heyrist ekkert í þeim en svo er þessi aflgjafi sem ég er með að pirra mig rosalega útaf háfaðanum í honum
þetta er hann.. svosem fínn aflgjafi en alltof mikill hávaði í honum!! Get ég nokkuð keypt nýjar viftur í hann eða eitthvað.. vill helst ekki kaupa nýjan aflgjafa sko :roll: ?

Sent: Fös 28. Apr 2006 12:33
af Stutturdreki
Það er alveg hægt að skipta um viftur í PSU, bara ekki alveg svona plug&play eins og að skipta um kassa viftur. Kíktu á google, ég hef séð þetta gert einhverstaðar.

Sent: Fös 28. Apr 2006 12:36
af Jellyman
já ok en er enginn önnur leið en að skipta um viftur?
og ef ekki hvar fæ ég réttu vifturnar þvi að þesar eru svona mjóar og leiðinlegar.. :?

Sent: Fös 28. Apr 2006 12:40
af ponzer
Ég tók viftuna úr PSUinu mínu og fór með hana í Start og fékk SilentX viftu sem var jafn stór og passaði allveg í stað þeirra gömlu...

Ég mæli með að þú takir PSUið þitt í stundur og takir viftuna úr og fara með hana með þér í einnhverja tölvubúð og fáir aðra sem er jafn stór, en ekki fara taka PSUið í stundur ef þú treistir þér ekki í það.

Sent: Fös 28. Apr 2006 12:49
af Stutturdreki
Og ef þú tekur það í sundur, gerðu það ekki strax eftir að þú hefur rofið strauminn inn á það! Gætir fengið gott stuð úr því :)

Og svo myndi ég kynna mér þetta vel áður en þú byrjar.

Sent: Fös 28. Apr 2006 13:38
af gnarr
hann geturu fengið straum úr því í 2+ ár eftir að hann tekur það úr sambandi...

Það er samt ekki vitlaust að skilja supply-ið eftir í sambandi við móðurborðið eftir að hafa tekið rafmagnið úr sambandi úr vegnum, og íta á power takkann á tölvunni. í flestum tilfellum nær það mestum hluta spennunar úr þéttunum.

Sent: Mán 08. Maí 2006 11:20
af Mazi!
það er lítið mál að skipta um viftu í aflgjafa þú kaupir bara viftu sem er jafn stór og tekur lokið af aflgjafanum og þá geturu skrúfað viftuna úr og aftengt
eina vesenið sem ég hef lent í við að skipta um viftu í aflgjafa er að það var ekki 3pin tengi inní aflgjafanum þá verður þú að lóða þetta saman :D

Sent: Mán 08. Maí 2006 11:33
af Pandemic
Getur líka jarðtengt þéttana.

Sent: Mán 08. Maí 2006 13:41
af zaiLex
Viftan getur líka verið að stilla sig á hærri hraða útaf hitinn er svo mikill útaf ryki, þannig það gæti hjálpað opna hann og taka hann í gegn. Einnig gæti hitamælirinn í aflgjafanum verið á einhverjum hitaleiðara sem er brennandi heitur en ekki í lausu lofti eins og hann á að vera þannig hann nemur að aflgjafinn sé brennandi heitur og lætur meiri kraft á viftuna, ég get ekkert fullyrt að ég sé að segja rétt mig bara minnir að ég hafi lesið þetta einhverstaðar á http://www.silentpcreview.com/. Ég hef alltaf ætlað að fara í þetta sjálfur því aflgjafinn minn er svolítið hávær (ocz powerstream 520w) en hef aldrei nennt því, þetta er líka óttalegt vesen.

Sent: Mán 08. Maí 2006 16:32
af Rusty
Pandemic skrifaði:Getur líka jarðtengt þéttana.

That would be funky! Drepa á tölvunni, en viftan drepur ekki á sér nema þú kippir öllu úr sambandi.. =/

Sent: Mán 08. Maí 2006 22:46
af Jellyman
já ég var sko laungu búinn að taka þetta allt í sundur en finn ekki 80mm þunnar viftur. Þetta eru greinilegar algjörar drasl viftur sko. ég er með aflgjafan tengadan í viftutýringu sem fylgdi með honum og þær snúnast þvílíkt hægt í lægstu stillingu en með allveg ótrúleg læti að mínu mati.

Sent: Þri 09. Maí 2006 09:49
af Stutturdreki
Og er ekki pláss fyrir 25mm viftur í aflgjafanum? Svo þarf viftan ekki endilega að vera inni í aflgafanum :) En það er kannski ekki endilega neitt sérstaklega smart.

Sent: Þri 09. Maí 2006 11:48
af CendenZ
setur bara 2 viftur, ein sem tottar loftið og ein sem blæs