Síða 1 af 1
Hita vandamál
Sent: Mið 26. Apr 2006 23:25
af Gestir
Jæja, núna er vélin mín alltof oft í svona rugli.
Idle.. við erum að tala um að hún er nánast idle allan tímann ( amk engir leikir eða enginn hljóð né myndvinnsla )
og samt er hitinn alveg rosalegur..
hvað er málið
p.s Örrinn er í bullandi vinnslu eða 60% en samt er ekkert í gangi
og annað REMOTE 2 = örrinn !! ekki CPU
Sent: Mið 26. Apr 2006 23:54
af Mencius
Hef ekki hugmynd hvað gæti verið að með örran, en gæti verið að "grillið" fyrir aftan örgjafaviftuna sé fullt af ryki? átti í sömu vandræðum með mína shuttle, þurfti að hafa hana stöðugt opna til að hún byrjaði ekki a ofhitna.
Sent: Fim 27. Apr 2006 09:26
af Stutturdreki
60% load á örgjörvanum er ekki idle! Þar af leiðandi er tölvan þín alltaf heit.
Kíktu í Task Manager til að sjá hvaða process er að valda þessu.
Sent: Fim 27. Apr 2006 10:30
af audiophile
Tölvan þín á ekki að sitja á 60% vinnslu, það er eitthvað forrit sem er annaðhvort læst eða eitthvað í gangi sem þú veist ekki af. Ctrl+Alt+Del til að sjá hvað er í gangi, skelltu kannski screenshot af því hingað inn.
Svo er annað, mér finnst þetta töluvert heitt þó svo að örrinn sé að vinna, en þar sem þú ert með Shuttle er það kannski eðlilegt, ég veit ekki.
Mín AMD vél keyrir Idle á 27-30°c og full load í mesta lagi 40°c, en það er stór kassi með Zalman kælingu, ekki Shuttle.
Sent: Fim 27. Apr 2006 10:38
af gnarr
settiru nokkuð of mikið af hitaleiðandi kremi? ég mæli með að þú prófir að taka kælinguna af örgjörfanum og þrífir bæði hana og örgjörfann með hreinsuðu bensíni og setja svo nýtt hitaleiðandi krem og passa að það sé rétt magn og vel dreift.
Sent: Fim 27. Apr 2006 20:56
af Gestir
Nenn´ekki !!
Það er bannsett vesen að fikta í shuttle
ég setti alls ekki mikið krem á gaurinn..
og ég var búinn að kíkja í task man. og það er ekkert þar sem veldur þessu .. :S
*edit*
sjá mynd.. ( þarna er eitthvað sem heitir system idle process sem er í 80-99 )
Sent: Fim 27. Apr 2006 21:42
af SolidFeather
43 processes x_x
Sent: Fim 27. Apr 2006 22:17
af kristjanm
Þú ert með allt of mörg forrit í gangi í minninu.
Notaðu msconfig til að hreinsa úr startuppinu
Sent: Fim 27. Apr 2006 22:36
af gnarr
ÓmarSmith skrifaði:sjá mynd.. ( þarna er eitthvað sem heitir system idle process sem er í 80-99 )
Ómar minn... þú þarft ekkert að sanna fyrir okkur að það sé ekki hægt að vera gáfaður og fallegur á sama tíma
Hinsvegar er eitthvað virkilega í fokki í tölvunni hjá þér. Örgjörfinn er í 58% þótt hann sé ekki að vinna í neinum þræði
Sent: Fös 28. Apr 2006 12:18
af Gestir
Hey,
ekki fella tár boyz
Hvernig haldiði að mér líði .. haldið þið að það sé auðvelt að vera fallegur, gáfaður og skemmtilegur alla daga 24/7 - 365
Sent: Fös 28. Apr 2006 12:27
af kristjanm
Sent: Fös 28. Apr 2006 12:44
af Stutturdreki
Hægri smella á "System Idle Process' og velja 'End Process'
(
sem er ekki hægt btw.. að hægri smella á þetta image)
Veit ekki hvort það breytir einhverju að haka við 'show processes from all users' þar sem ég geri ráð fyrir að það sé bara einn notani á þessari vél. Btw, fer CPU usage strax í 60% þegar þú ræsir vélina eða kemur þetta eftir að þú ert búinn að keyra eitthvað forrita drasl?
Loggaðu þig inn í Safe Mode og sjáðu hvort þetta er svona þar líka. Vel hugsanelgt að þú sért með einhverja óværu.. eða Windows er komið í einhverja steypu hjá þér (
mjög algengt vandamál hjá 'fallegu' fólki)