Síða 1 af 1

How to: Yfirklukkun á Nvidia Skjákortum.

Sent: Mán 24. Apr 2006 22:25
af Yank
Í þessu How to verður farið á einfaldan hátt í gengum það hvernig hægt er að yfirklukka sjákort frá Nvidia. Nokkur mismunandi forrit eru fánaleg til þessa en hér verður notað ForceWare Coolbits 2.0.

Ég ábyrgist ekki árangur ef þið farið eftir þessum leiðbeiningum. Yfirklukkun á Nvidia skjákortum getur skemmt þau. Skjákort falla úr ábyrgð við að yfirklukka þau. Það er lame að RMA skjákort sem maður hefur sjálfur skemmt við yfirklukkun. Það eykur kostnað okkar allra. Það er góð regla að yfirklukka ekki skjákort nema maður hafi efni á að kaupa nýtt í stað þess sem maður mögulega skemmir.

Er óhætt að yfirklukka Nvidia skjákort?Það er ekkert öruggt í þessum málum. Það er hægt að skemma hluti með því að yfirklukka þá. Helsti óvinur þess sem yfirklukkar er aukin hiti sem myndast við aukna klukkutíðni. Fylgist því vel með hita!! Það er ekki mjög sniðugt að yfirklukka skjákort með lélegri kælingu eða korti sem hefur ekki hitanema. Þú hefur hér með verið varaður!! Það er hægt að skemma kortið. Hvorki ég né Vaktin.is tökum ábyrgð ef þú fylgir þessum leiðbeiningum. Ef þú skemmir kortið er það þér að kenna.

Er hægt að yfirklukka öll Nvidia skjákort?
Já það er mögulegt að yfirklukka öll Nvidia skjákort. Flest skjákort er hægt að yfirklukka a.m.k. um 10%. Það er þó ekkert öruggt í þessu.

Hvað er Coolbits? (Stutt lýsing)
Coolbits er einfalt forrit sem opnar fyrir falda hluti í ForceWare driver Nvidia. Með því er hægt að hækka tíðni bæði vpu og minnis. Coolbits bæta við línu, Clock Frequency Settings í GeForce flipan. Með þessu einfalda forriti er hægt að hækka tíðni bæði vpu og minnis.

Hvernig set ég Coolbits upp og hvar finn ég það?
Leitaðu af Coolbits 2.0 t.d. á Google og sæktu. Þetta er mjög lítið forrit um 60kb. Tvíklikkaðu og þá keyrir forritið upp og spyr hvort þú viljir bæta við í registry. Klikkaðu á Yes.

Mynd


Við það birtist Clock Frequency Settings flipinn. Þú finnur hann með því að hægri klikka á desktop- Properties – settings – Advanced – GeForce – Clock Frequency Settings.

Mynd

Hvernig nota ég Coolbits til þess að yfirklukka?

1. Hakar í Manual overclocking. Upp kemur Overclocking License Agreement.
Mynd

2. Lest það vel yfir :wink: og scrollar alla leið niður. Þá birtast I accept og I do not accept. Velur I accept til þess að yfirklukka, eða I do not accept ef þú ert ........

3. Þá birtast Detect Optimal Frequencies hnappur en Test Changes er enn óvirkur. Einnig birtast Core clock og Memory clock frequency línur. Ég mæli ekki með að nota Detect Optimal Frequencies, því það virðist nokkuð random hvað kemur út. Gefur þó mögulega einhverja hugmynd um hvað kortið getur. T.d. ef þetta 7800GT kort myndi gefa niðurstöðuna 550/1300 við Detect Optimal Frequencies þá myndi ég hiklaust byrja að prófa kortið við 500/1200. Þetta er þó ólíklegt.

4. Hægt er að klukka bæði vpu og minni. Byrjið á að hækka Core vpu upp um 10 Mhz og klikkið á Test Changes. Ef svarið er jákvætt við Test Changes þá getið þið haldið áfram, ef ekki þá þolir kortið ekki meiri hækkun. Keyrið próf á kortinu eftir hverja hækkun. Notið t.d. Test forrit eins og 3Dmark03, 3Dmark05, 3Dmark06 og þá leiki sem þið eru helst að spila hverju sinni. Gott er að nota leiki sem vitað er að reyna mikið á skjákort eins og FarCry, MOHAPA ofl. Svo hækkar þú koll af kolli 5 – 10 Mhz í senn. Ef vélin frís eða gallar koma í myndina á skjánum þá ert þú búinn að klukka kortið of mikið. Farðu þá 5 Mhz til baka og prufaðu aftur. Ef í lagi þar þá hefur náð hámarkstíðni sem vpu þolir.

5. Yfirklukkun á minni: Settu core clock aftur á stock settings. Endurtaktu síðan skref 4, En nú yfirklukkar þú minnið bara, þ.e. memory clock frequency. Þegar minnið þolir ekki meiri yfirklukkun koma fram gallar í myndinni, frekar en að vélin frjósi. Þegar það gerist farðu þá aftur 5 Mhz til baka eins og áður. Þú ert búinn að finna hámarkið sem minnið þolir.

6. Setja saman max yfirklukkun á core og memory og prófa. Það er ekki víst að þetta gangi. Max yfirklukkun á core og memory fara ekki endilega saman. Finndu hin gullna meðalveg á milli core clock og memory clock. Prófaðu kortið í spað með 3Dmark forritum og leikjum. Fylgstu með hita!! Ef allt er í lagi þá flott!! Til hamingju með árangur. Annars slakaðu á tíðni core og minnis og reyndu aftur, þangað til kortið er stöðugt.

7. Hakaðu í Apply these settings at startup og þá vistast þessi yfirklukkun og dettur ekki út þó þú endurræsir vélina.

Mynd


Nú efast ég um að margir hafi gagn af þessu. En eflaust einhverjir.
Yank©2006 :roll:

Sent: Mán 24. Apr 2006 22:44
af @Arinn@
Ég er allavega helvíti sáttur með þig ég var að biðja um þetta :d ER þetta eina sem þú þarft að hugsa um ? Core og Memory og svo hitinn ekkert annað ?

Sent: Þri 25. Apr 2006 09:19
af Yank
@Arinn@ skrifaði:Ég er allavega helvíti sáttur með þig ég var að biðja um þetta :d ER þetta eina sem þú þarft að hugsa um ? Core og Memory og svo hitinn ekkert annað ?


Ja þetta eru aðalatriðin allavega. Annars er ég ekki búinn að lesa yfir þetta neitt að ráði. Er vonandi skiljanlegt og skilmerkilegt.

Edit las þetta aðeins yfir og lagfærði örlítið. Sama stöff samt sem áður.