Síða 1 af 1

Hitamæla vesen

Sent: Mið 15. Mar 2006 21:43
af Arnarr
tölvan var að koma úr viðgerð eftir að móðurborðið fór í klessu... var með MSI k8n dimond en fekk núna MSI k8n SLI og núna þegar að ég reini að sjá hitan á örgjafanum kemur bara bull, það kemur líka í biosinum. Ég hef alltaf verið í overklokkinu en þori því miður ekki því lengur útaf því að ég get ekki séð hitan. Veit einhver hvað er að? og hvort það sé hægt að laga þetta

p.s. ef þetta er á röngu stað bið ég þráðstjórana að færa þetta fyrir mig.

Sent: Mið 15. Mar 2006 23:55
af gnarr
Búinn að prófa að uppfæra biosinn?

Sent: Fim 16. Mar 2006 13:39
af Arnarr
link á nýja bios??

Sent: Fim 16. Mar 2006 14:35
af gnarr
það er nú ekki erfit að finna msi síðuna.. eða hvað þá að nota live update. ég ætla að leifa þér að finna hann sjálfur.

Sent: Fös 17. Mar 2006 12:47
af Arnarr
jæja ég uppfærði biosinn í gegnum MSI Live Update. Samt get ég ekki séð hita á örgjafanum og þar að auki kemst ég ekki í bios stillingarnar lengur.... einhver ráð eftir??

Sent: Fös 17. Mar 2006 13:51
af Rusty
SpeedFan?

Sent: Fös 17. Mar 2006 13:59
af Arnarr
í speed fan kemur bara að hitinn sé -38 og það er alltaf þannig, og kann einhver að laga til að ég komist inní bios stillingarnar

Sent: Fös 07. Apr 2006 08:30
af Gestir
Bættu við öllum mælum í speedfan.

þú átt að geta verið með alveg amk 6 mæla eða stýringar í gangi.

TD þá er örrinn hjá mér REMOTE 2 og CPU er eitthvað northbridge held ég.

best er að sjá þetta í speedfan og (það er rangt að tala um að rönna, ég lofa að vanda málfar mitt annars verð ég bannaður, lengi lifi ritskoðun!) svo eitthvað forrit eins og prime95 því þá rok hækkar hitinn á örranum og þú sérð strax hvaða mæling er á örranum.

Sent: Lau 08. Apr 2006 16:38
af Arnarr
hitinn á örgjafanum er líka -38 í BIOS.. En bilaði tölvan og þessir asnar í tölvulistanum kenna viftustíringuni um!! segja að nbrige viftan hafði ekki kælt nó.... en það er bara della því að hiti fór aldrei í meira en 42 gráður þar...