Síða 1 af 1

Kæling á Sempron 2006 í MicroATX ofl. ....

Sent: Mán 27. Feb 2006 20:34
af hagur
Sælir,

Er að velta fyrir mér að setja saman einfalda og netta server vél sem á að vera í gangi 24/7.

Það er því algjört MUST að hún sé eins hljóðlát og mögulegt er.

Hún þarf helst að vera mjög nett, er soldið heitur fyrir MicroATX dótinu sem hugver er að bjóða, og er þá að pæla í þessum kassa " JouJye Slim line JJ1290 - http://www.hugver.is/index.asp?targ=kassar_list.htm
og ABIT KV-85 móbo með AMD Sempron 2600 64bit örgjörva.

1. Hver mynduð þið segja að væri hljóðlátasta viftan sem hentar í þetta apparat? Er raunhæft að vera með passíft heatsink á þessu, þ.e án viftu?

2. Er vitleysa í mér að einblína of mikið á MicroATX, og ætti ég frekar að fá mér venjulegan ATX kassa, svona með tilliti til kælingar og að hafa þetta eins hljóðlaust og mögulegt er? Ef svo er, hvaða kassa/PSU? :)


Ég myndi redda mér viftulausu skjákorti, þannig að eina viftan væri sú í PSU-inu. Auk þess er ég með Samsung HDD sem varla heyrist í.

Sent: Þri 28. Feb 2006 10:58
af wICE_man
Það sem er alltaf erfitt með þessa kassa er hálfháu PCI kortin, þau er oft erfitt að finna.

Sent: Þri 28. Feb 2006 16:37
af Yank
Notaðu bara retail viftu á CPU. Hann er skít kaldur hvort eð er. Gætur síðan notað Zalman FanMate 2 til að hægja á henni þannig það heyrist ekki í henni. Er með litla vél með sempron 2800 64bit og stoppaði nánast viftuna með Zalman stýringu. Þessi vél er aðalega að reikna prime og fer aldrei yfir 35 gráður. Ódýrt og einfallt.

http://start.is/product_info.php?manufa ... cts_id=813

Sent: Þri 28. Feb 2006 18:27
af hagur
Ok, takk fyrir þetta drengir.

Öðrum er velkomið að leggja orð í belg :)