Síða 1 af 1

overclockun á x2 3800+

Sent: Sun 12. Feb 2006 21:14
af Jellyman
Jæja núna er ég ný búinn að setja saman nýju tölvuna mína og koma öllu í gang..
Þegar allt var klárt ákvað ég að fara að overclocka og gerði það fyrst hækkaði ég mig frá 2000mhz í 2400mhz
án þess að breyta voltum en ég setti samt divider á minnið.
Það gekk bara mjög vel og var prime stable í 10 tíma eða svo.
Svo ákveð ég að hækka í 2600mhz og hækka dividerinn aðeins en læt voltin allveg vera.
Svo þegar ég keyri prime 95 í svona 1 tíma kemur error og ég hugsa að ég þurfi bara að hækka voltin.
Þegar ég er búinn að hækka voltin ég svona 0.025 meira varð allt betra. Núna er hann kominn í 2700mhz í
1.400v sem er um 0.075meira en upphaflegu voltin.
Er líka búinn að hækka smá volt á öðru eins og minninu og chipsettinu.
Ég keyrði dual Prime í 10 tíma og allt er í fíansta lagi..
Er ég nokkuð að gleyma eitthverju(notaði forrit eins og superPI og fleyra og allt virðist í lagi)?
Haldiði að ég geti komist hærra,því þegar ég prófaði að hækka í 2800mhz vildi tölvan ekki fara í windows?

Sent: Sun 12. Feb 2006 21:45
af @Arinn@
Væntanlega kemst örgjörvinn bara ekki hærra og þú verður að átta þig á því að þetta er slatti 2.0 í 2.7. Maður vill alltaf o.c meira og meira en það kemur að því að það er sagt stopp.

Sent: Sun 12. Feb 2006 23:09
af Jellyman
hehe jájá skil það allveg og er MJÖG sáttur við þetta. Vildi bara fá að vita hvort ég væri örugglega ekki að geira eitthvað vitlaust eða gleyma eitthverju.

Sent: Sun 12. Feb 2006 23:33
af gnarr
ertu búinn að setja htt multi í 3x ?

ekki taka svona stór stökk í overclockinu. það er að segja ef þú ert að fara beint úr 2700MHz í 2800MHz. Þú þarft að fara lítil skref í einu, og finna út hvenar þú þarft að hækka spennuna fyrir örgjörfann.

Sent: Sun 12. Feb 2006 23:37
af HemmiR
mikið myndi ég vilja hafa peninga til að overclocka :cry: langar svo að prufa:D

Sent: Mán 13. Feb 2006 00:58
af Vilezhout
HemmiR skrifaði:mikið myndi ég vilja hafa peninga til að overclocka :cry: langar svo að prufa:D


Afhverju yfirklukkarðu þá ekki bara þá vél sem þú átt fyrir ?

Sent: Mán 13. Feb 2006 00:59
af HemmiR
það er buið að vera nú þegar hita vandamál á örranum minumm svo ég held að hann hafi nu ekkert í overclock að gera..

Sent: Mán 13. Feb 2006 09:58
af Blackened
Betri kæling kostar nú ekki mikinn pening ;)

Sent: Mán 13. Feb 2006 11:30
af hahallur
Hún kostar sammt örugglega meira en þessi öri :lol:

Flottur X2 3800+ hjá þér, 2700 mhz er geðveikt.

Sent: Mán 13. Feb 2006 11:48
af @Arinn@
Þetta er brjálað og svo er þetta á lofti :D eða er það ekki ?

Sent: Mán 13. Feb 2006 11:57
af hahallur
@Arinn@ skrifaði:Þetta er brjálað og svo er þetta á lofti :D eða er það ekki ?


Mér finnst það...ef hann hefði ekki komist hærra en 2400 mhz væri það sammt gott en þetta er en betra.

Sent: Mán 13. Feb 2006 15:07
af Jellyman
já ég er með hann á loftkælingu,TT Big Typhoon sem er risa loftkæling
enda kælir örgjörvan rosalega, hann er um 40°c allveg á fullu með dual prime og í kringum 26°c í idle.

Sent: Mán 13. Feb 2006 15:40
af @Arinn@
Það er ekki neinn hiti er þessi thermaltake vifta að kæla mikklu betur heldur en zalman blómið ?

Sent: Fös 17. Feb 2006 14:15
af Yank
Hvaða hardware ertu með annað?
móðurborð?
minni?
psu?
osfv.

Sent: Fös 17. Feb 2006 14:55
af Jellyman
ég er med DFI LANPARTY UT nF4 Ultra-d,
1gb g.skill minni,
Thermaltake Purepower 480W,
WD raptor 36gb fyrir systemið
og fleyra..