Síða 1 af 2
Margmiðlunarcenter heimilisins..........
Sent: Fim 09. Feb 2006 21:55
af haugur
Hey allir, langaði bara að sýna serverinn sem ég smíðaði mér, til að halda utanum margmiðlunarsafn fjölskyldunar.
Byrjaði á því að kaupa mér skáp.......
Svo kom ég fyrir í honum MSI móðurborði með 1700 Mhz örgjörva og gíg í minni, smellti svo stórri viftu í til að kæla góssið.....
Kom fyrir massa powersupplyi
Kom fyrir System HDD og USB 2.0 höbbum
Útbjó hillu fyrir HDD og festingar fyrir fjöltengi og spennugjafa.....
Allt komið á sinn stað, gígabit sviss í botninn til að allt virki nú smekklega, hillan og diskarnir á sínum stað og búið að kveikja á kjarnorkuverinu...
Serverinn keyrir á Win 2003 og hefur ekki farið niður í 102 daga, semsagt frá því að hann var smíðaður.
Þarna geymi ég svo allt margmiðlunarefni heimilisins og spila í viðeigandi tæki.
Specs:
MSI móðurborð, 1700 Mhz celeron örri, 1 Gíg minni, 3 USB 2.0 höbbar, 80 Gíg system HDD, 1.4 TB af Maxtor IDE 7200 sn 8mb buffer diskum, slatti af Bytecc USB hýsingum, Linksys Gigabit Workgroup Switch......
Lifið heil.......
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:01
af Veit Ekki
Lagaðu nú myndalinkana svo að það sé hægt að smella á þá.
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:05
af mjamja
Veit Ekki skrifaði:Lagaðu nú myndalinkana svo að það sé hægt að smella á þá.
en þetta er nú alveg drulluflott hjá þér, hvaða dót ertu svo að nota til að spila allar þessar myndir?
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:08
af haugur
er ekki að fatta hvernig þessir linkar virka
[img]slóð%20að%20mynd[/img] en myndin birtist ekki
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:33
af haugur
Nota Pinnacle showcenter 200 og modað Xbox
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:46
af Genezis
haugur skrifaði:er ekki að fatta hvernig þessir linkar virka
[img]slóð%20að%20mynd[/img] en myndin birtist ekki
Kóði: Velja allt
[img]http://www.augnablik.is/data/500/1633byrjun-med.jpg[/img]
Virkar víst (hef ekki myndina því hún er fremur stór)?
Annars mæli með því að þú búir til thumbnails ef þú vilt hafa myndir. Mæli sterklega með Irfanview, mjög þægilegt í breytingar á myndum (töluvert léttara í keyrslu en forrit eins og Photoshop og örlítið ódýrar fyrir þá sem eru ekki steluþjófar
):
KlikkKóði: Velja allt
[URL=upphaflega myndin][IMG]thumnailið[/IMG][/URL]
E.S. Stærðin á þessu thumbnaili (finnst "þumalll" eða einhver álíka íslenskum á orðinu hljóma fáránlega, ef einhver er með góða þýðingu er hún vel þegin) er 152x138 pixlar.
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:48
af Veit Ekki
Þetta er nokkuð flott.
Sent: Fim 09. Feb 2006 22:54
af haugur
Takk fyrir það, kíki betur á þetta á morgun.
Takk fyrir "Veit ekki". Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í kollinum í lagann tíma, svo ákvað ég bara að drífa í þessu, og nota tækifærið og koma servernum bara út í bílskúr. Staðsetti hann svo á vegg við hliðina á opnanlegum glugga, þannig dregur hann kalt loft inn og allir eru happy.....
Sent: Lau 11. Feb 2006 13:23
af valur
Hvar fékkstu skápinn? Hefur alltaf langað í svona skáp... og já.. hvað kostaði hann?
Sent: Lau 11. Feb 2006 13:42
af haugur
Hann kostaði um 16.000 kall í Lagnir og Leiga Borgartúni.
Sent: Lau 11. Feb 2006 13:44
af Viktor
Helvíti vel gert..!
Sent: Lau 11. Feb 2006 14:18
af CraZy
þetta er ótrúlega flott, en afhverju að hafa alla þessa flakkara,
(eða er einhvað sem ég er ekki að fatta)
Sent: Lau 11. Feb 2006 14:27
af Dust
Drullu flott hjá þér, góð hugmynd til að nýta sér
Eflaust afþví hann hefur átt alla þessa flakkara
Sent: Lau 11. Feb 2006 15:08
af CraZy
Dust skrifaði:Eflaust afþví hann hefur átt alla þessa flakkara
já måske
Sent: Lau 11. Feb 2006 15:37
af gumol
Mikklu þægilegra að hafa svona diska í flökkurum, td. ef það fer diskur þá er ekkert mál að taka hann úr sambandi án þess að taka allan serverinn niður.
Sent: Lau 11. Feb 2006 16:13
af CraZy
ég var aðalega að spá í peningalegu hliðinni, svona flakkarar eru ekkert rosalega ódyrir
Sent: Lau 11. Feb 2006 16:59
af haugur
Takk fyrir það, flakkara pælingin var margþætt, þarf ekki að hafa áhyggjur af powersupplyinu og það er mjög einfalt að skipta um disk án þess að taka serverinn niður, það er líka einfaldara að kæla þetta svona, flakkararnir eru úr áli sem leiðir hita vel. Þetta hafði líka með tengingar á móðurborði að gera, áður var ég með IDE raid spjald til að tengja þetta við, og það var eilíft vesen á því. Þetta hefur ekki slegið feilpúst í 104 daga..
Svo er þetta náttúrulega drullu cool
kk
Haugur
Sent: Lau 11. Feb 2006 17:22
af CraZy
haugur skrifaði:
Svo er þetta náttúrulega drullu cool
kk
Haugur
satt
Sent: Lau 11. Feb 2006 20:16
af DoRi-
hvað kostaði þetta svona ca?
en keep up the good job
Sent: Lau 11. Feb 2006 20:18
af Amything
Ég er nú bara impressed sko, þetta er ekkert fancy smancy, bara gerir sitt djobb og það vel.
Sent: Lau 11. Feb 2006 20:39
af Pandemic
haugur skrifaði: það er líka einfaldara að kæla þetta svona, flakkararnir eru úr áli sem leiðir hita vel.
Tja við getum nú deilt um það ég er með flakkara og hann var úr áli og þótt hann væri mjög nálægt glugga var hann alltaf sjóðandi heitur og einn diskur dó í honum þó svo að glugginn sé á mjög hentugri staðsetningu varðandi loftflæði inn. Síðan boraði ég gat á flakkaran og riggaði viftu á hann og núna er hann kaldur eins og ísskápur. Diskarnir í kassanum mínum hafa t.d aldrei haft neitt svona hitavandamál þó svo að viftan framaná sé ekki alltaf í gangi.
Sent: Lau 11. Feb 2006 20:43
af haugur
Takk fyrir feedbackið.
Með kostnaðinn.... úffffff.
Þetta er erfitt að meta, er búin að vera að sanka að mér dóti í langann tíma, var með venjulegan server í kassi í mörg ár og tók íhlutina úr honum.
Móbóið, minnið og örrinn er kannski 15.000 kr virði.
Flakkararnir um 45.000 kall fullu verði, en hægt að fá mjög góðan afslátt ef maður kaupir svona marga.
Diskarnir eru svona 85.000 kall.
Switchinn um 15.000
Kassinn 16.000
Hillan 2.000
Höbbarnir 5,000
Aflgjafi og svona smádót 10.000
Þetta er kannski 200.000 svona cirka...
En hey þetta er bara svo gamann, þetta er mitt tóbak.......
Hér er mynd af skápnum lokuðum.
Með kveðju, Haugur
Sent: Lau 11. Feb 2006 20:45
af gnarr
mm.. ef flakkarinn er heitur, þá er það vegna þess að hitinn fór úr disknum yfir í flakkarann, nákvæmlega eins og hann á að gera. Hitinn hverfur ekki bara, hann verður einhvernveginn að fara burt.
Sent: Lau 11. Feb 2006 20:45
af haugur
Jamm, skal viðurkenna að þeir eru ekki kaldir diskarnir, ætla að bæta við 120mm viftu ofan á kassann til að dæla kulda beint niður á þá.
Hef aldrei misst disk 7.9.13
kk
haugur
Sent: Sun 12. Feb 2006 03:07
af gnarr
komið á b2...