Omeriah skrifaði:en ég þarf samt einhverja betri kælingu.... minka hávaðann í henni helst. er meiri hávaði í retail-viftunni eða skákortsviftunni?
Err.. hvernig eigum við að vita það ? En annars eru þær yfirleit báðar háværar. Þarft bara að skoða það vel, ég hljóp einu sinni til og keypti mér nýjar viftur og PSU og komst svo að því eftir á að það var harðdiskurinn sem var með mestan hávaða
Swifttec + SilenX kælinginn sem þú minntist á áður er örugglega hljóðlítil og svo eru margir með Zalman 7000 sem er hljóðlát á Silent stillingu.. en þá snýst hún hægar. Skoðaðu bara hvað er til í búðunum hérna á klakanum og flettu því upp í google til að finna review..
Sjálfur er ég með Zalman ZM80-D skjákorts-heatsink og skrúfaði á það 92mm viftu sem snýst á 2000rpm og er gefinn upp með 36CFM (mælieining fyrir loftflæði.. man ekki hvað þetta stendur fyrir.. cubic-eitthvað). Það er til sérstök Zalman vifta sem á að passa á ZM80-D en hún er 80mm og mjög þunn svo ég keypti frekar stærri viftu sem ég vissi að væri hljóðlát.. Hitabreytingin á skjákortinu er innann við 10 gráður frá idle(46°C) í load(54°C). Stock viftan gaf reyndar lægri hita í idle(42°C) en hitnaði mun meira í load(65°C)..
EN.. ef þú stefnir á að setja tölvuna aftur inn í skáp þá þarftu að skoða eitthvað annað en loftkælingu..