Kælingarvandamál?
Kælingarvandamál?
Sælir,
Ég er að lenda í einhverjum skrítnum vandræðum. Er með Abit AN7 móðurborð með AMD XP 3200+ örgjörva. Það er hellingur af viftum tengdar við rafmagn en einhverra hluta vegna fer móðurborðsviftan ekki í gang þrátt fyrir að búið er að tryggja að hún er í raun tengd við móðurborðið. Veit ekki hvort það er orsök vandamálsins svo ég held áfram...
Það er eins og það sé tilviljanakenndur tími þangað til örgjörvinn byrjar að sýna meiri hita samkvæmt BIOS og við hverja endurræsingu er það bara tilviljun hvort hann geri þetta eða ekki. Ef hann kemst í gegnum endurræsingu án þess að tölvan byrji að væla, þarf ekkert nema afritun stórs magns af gögnum milli harðadiska til að fyrrnefndir hlutir gerast. Eftir símtal við Tölvuvirkni er möguleiki að örgjörvahitamælirinn sé bilaður og mælt með því að ég kæmi með tölvuna svo þeir geti litið á þetta. Þar sem þetta er mikilvægur netþjónn og þeir voru að fara að loka þann dag, varð ég að neita. Hins vegar tókst mér að koma vélinni upp um klukkutíma síðar án þess að þetta gerðist.
Til að tryggja að vifturnar séu alltaf í gangi, setti ég FanEQ á, bæði fyrir móðurborðið og örgjörvann, og stillti hitamörkin á lágan hita (samt ekki of lágan) en það virðist ekki hindra þetta vandamál. BIOS tilkynnir að örgjörvaviftan sé á 3900 snúningum en dettur stundum niður um nokkra tugi snúninga eins og 3900 sé það mesta sem viftan getur. Alarm temparature setti ég á 70 en shutdown á 80. Gæti verið að ég þurfi öflugri örgjörvaviftu eða getur málið verið algerlega ótengt því? Áður en ég opnaði tölvuna og bætti við 1GB vinnsluminni og 3x250GB hörðum diskum var þetta ekki að gerast. Möguleiki að þetta gæti tengst ónógu rafmagni frá aflgjafanum því hann ætti að vera 320W eða 360W (man ekki alveg)?
Núna í vélinni er ATI Radeon 9200SE skjákort, 2GB(2x1GB) MDT 400MHz DDR vinnsluminni, AMD Athlon XP 3200+ örgjörvi, 3x250GB harðir diskar, 1x160GB harður diskur, floppy drif ásamt nokkrum viftum.
Núna, sunnudagsmorgun, hóf ég stóra afritun milli diska og vélin datt niður og er ekki aðgengileg. Grunar að það sé vegna þessa vandamáls en hef ekki getað staðfest það þegar ég skrifa þetta bréf.
Kveðja,
SvavarL
Ég er að lenda í einhverjum skrítnum vandræðum. Er með Abit AN7 móðurborð með AMD XP 3200+ örgjörva. Það er hellingur af viftum tengdar við rafmagn en einhverra hluta vegna fer móðurborðsviftan ekki í gang þrátt fyrir að búið er að tryggja að hún er í raun tengd við móðurborðið. Veit ekki hvort það er orsök vandamálsins svo ég held áfram...
Það er eins og það sé tilviljanakenndur tími þangað til örgjörvinn byrjar að sýna meiri hita samkvæmt BIOS og við hverja endurræsingu er það bara tilviljun hvort hann geri þetta eða ekki. Ef hann kemst í gegnum endurræsingu án þess að tölvan byrji að væla, þarf ekkert nema afritun stórs magns af gögnum milli harðadiska til að fyrrnefndir hlutir gerast. Eftir símtal við Tölvuvirkni er möguleiki að örgjörvahitamælirinn sé bilaður og mælt með því að ég kæmi með tölvuna svo þeir geti litið á þetta. Þar sem þetta er mikilvægur netþjónn og þeir voru að fara að loka þann dag, varð ég að neita. Hins vegar tókst mér að koma vélinni upp um klukkutíma síðar án þess að þetta gerðist.
Til að tryggja að vifturnar séu alltaf í gangi, setti ég FanEQ á, bæði fyrir móðurborðið og örgjörvann, og stillti hitamörkin á lágan hita (samt ekki of lágan) en það virðist ekki hindra þetta vandamál. BIOS tilkynnir að örgjörvaviftan sé á 3900 snúningum en dettur stundum niður um nokkra tugi snúninga eins og 3900 sé það mesta sem viftan getur. Alarm temparature setti ég á 70 en shutdown á 80. Gæti verið að ég þurfi öflugri örgjörvaviftu eða getur málið verið algerlega ótengt því? Áður en ég opnaði tölvuna og bætti við 1GB vinnsluminni og 3x250GB hörðum diskum var þetta ekki að gerast. Möguleiki að þetta gæti tengst ónógu rafmagni frá aflgjafanum því hann ætti að vera 320W eða 360W (man ekki alveg)?
Núna í vélinni er ATI Radeon 9200SE skjákort, 2GB(2x1GB) MDT 400MHz DDR vinnsluminni, AMD Athlon XP 3200+ örgjörvi, 3x250GB harðir diskar, 1x160GB harður diskur, floppy drif ásamt nokkrum viftum.
Núna, sunnudagsmorgun, hóf ég stóra afritun milli diska og vélin datt niður og er ekki aðgengileg. Grunar að það sé vegna þessa vandamáls en hef ekki getað staðfest það þegar ég skrifa þetta bréf.
Kveðja,
SvavarL
Jébb, þess vegna er það niðri.
En hvaða tölvuverslanir eru opnar í dag sem bjóða upp á góða aflgjafa?
Var að rannsaka samt aðeins meira því ég sá eitt rautt ljós og eitt grænt neðst. S.s. annað hvort 5VSB eða VCC. Þar sem VCC merkir að það sé orka á kerfinu efast ég um að það hafi verið það ljós. Ætla að redda nýjum aflgjafa sem fyrst.
En hvaða tölvuverslanir eru opnar í dag sem bjóða upp á góða aflgjafa?
Var að rannsaka samt aðeins meira því ég sá eitt rautt ljós og eitt grænt neðst. S.s. annað hvort 5VSB eða VCC. Þar sem VCC merkir að það sé orka á kerfinu efast ég um að það hafi verið það ljós. Ætla að redda nýjum aflgjafa sem fyrst.
Þegar ég kom að tölvunni hafði hún endurræst en það stóð að hún fann ekki boot loader. Ég setti aflgjafann samt í og fiktaði aðeins í hörðudiskunum - þeir voru dáldið heitir (veit ekki hvort það var ástæðan). Síðan lagaðist þetta eftir smá færslur á rafmagninu og svoleiðis. Ekkert hafði gerst fyrir gögnin á hörðudiskunum svo ég efast um að þeir hafi brætt úr sér.
Tölvan er allavega í lagi núna og ég vona að það haldist í langan tíma í viðbót. Samt möguleiki að ég mæti þangað aftur síðar með viftur og kæli aðeins meira til að vera viss.
Þakka þér CraZy fyrir hjálpina sem þú veittir mér.
Tölvan er allavega í lagi núna og ég vona að það haldist í langan tíma í viðbót. Samt möguleiki að ég mæti þangað aftur síðar með viftur og kæli aðeins meira til að vera viss.
Þakka þér CraZy fyrir hjálpina sem þú veittir mér.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Invite? (búinn að fá (2x) takk)
Síðast breytt af Stutturdreki á Mán 10. Okt 2005 16:40, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur