Vantar smá ráðleggingar í sambandi við vatnskælingu


Höfundur
MoZi
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 13:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar smá ráðleggingar í sambandi við vatnskælingu

Pósturaf MoZi » Fim 16. Jún 2005 01:32

Jæja nú leita menn að ráðum hjá öðrum sér líkum - alvöru íslendingum. :8)

Ég er hérna í smá vandræðum með val á cpu water block (fyrir s478). Er sjálfur að spá í að kaupa mér water cooling græjur og uppfæra tölvuna mína smá - enda kominn tími til þar sem hún er að verða orðin frekar slöpp.

Og nú standa mál svo að ég er orðinn alveg ruglaður á þessu því hvert review af fætur öðru segja sitthvora niðurstöðuna á performance'i á þessum blockum (eða hreinlega bara fá ekki sömu niðurstöðuna því þeir nota mismundi búnað). En það sem ég er farinn að hallast að að sé með þeim bestu sé TDX (Danger Den) water blockin (LINK) - Mun þæginlegri lausn en RBX (þetta y tengi getur tekið óþarflega mikið pláss og spurning um hvort það sé þess virði; miðað við að tdx sé mun nýrri og betri hönnun?).

Ég hef verið að heyra að það (tdx) virki best með 300g/h dælu og yfir - en gera það ekki flestar bockirnar? more flow = better cooling? ég hefði nú svo sem haldið það en það hlýtur nú að vera eitthvað jafnvægi í þessu, en jæja nóg um það.

Svo er ég akkurat núna í pælingum með hvaða dælu ég ætti að taka, sá eina flotta á danger den sem er sögð vera góð, en það er spurning um hvort að 1200l/h sé nóg (LINK), ætla mér að kæla CPU og GPU (gpu ef ég uppfæri skjákort líka, algjörlega óþarft að kæla núverandi kort meira, enda bara fx 5600). Vildi reyna að halda þessu 12VDC - aðalega útaf því að ég ætla mér að kaupa flest frá USA og þeir nota víst 110v AC, og ekki mjög mikið úrval af 230v dælum á þeirra markað.

Svo hef ég nú heyrt að það sé bara alls engin tilgangur í að kæla kubbasettið, þar sem það dregur bara niður water flow og sambærileg kæling væri auðveldlega náð með góðu heatsinki (allavega ekki fjarri).

Og svo hef ég verið að spá í með radiator hvort að ThermoChill 120.3 sé ekki bara með því besta? Black Ice Extreme III er nú bara með festingar fyrir 3 viftur á einni hliðinni, ThermoChill bíður uppá 6*120mm (fyrir push-Pull config - hef séð alltaf 50% meira airflow). Vil nú hafa þetta sem best og hvergi á að vera til sparað, hafði hugsað um Vapochill en ekki þess virði með núverandi rig, hver veit samt hvort maður kaupir sér ekki aðra vél með VapoChill þegar dual core koma - Held ég sé tilneyddur, enda blotnar maður vel í buxurnar af tilhugsuninni.:oops:




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Fim 16. Jún 2005 08:24

Hvernig öra ertu með.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Fim 16. Jún 2005 11:04

Ekki að ég telji mig neitt meiri ekta ísl en aðrir :). En hafði gaman af að lesa þessar pælingar.

Það er nú orðið svolítið langt síðan ég var að velta mér upp úr hvaða kit væri best. En já Danger D var ofarlega á listanum. Fyrir um 1½ ári síðan. Ég komst þó að þeirri niðurstöðu að waterchill myndi henta mér betur og væri auðveldara í uppsetningu heldur en Danger D á þeim tíma. Þegar ég skoða síðuna hjá þeim núna þá sýnist mér Danger D farið að líkjast óneitanlega mikið waterchill en þetta voru mun hrárri vörur hér áður og kröfðust meiri skilz við uppsetningu heldur en þá 5 þumla sem ég hef. Ég fékk á tilfinninguna að Danger D aðdáendur væru svolítið á móti því að kit væru að koma sem hver sem er gæti sett upp án vandræða. Þetta er þó án efa þrusu vörur og óskiljanlegt hvers vegna enginn verslun er með þetta hér á landi.

Varðandi afköst dælu þá er oft mjög óverulegur munur á kæligetu þó dælan sé jafnvel helmingi öflugri. Það skiptir meira máli er að radiator sé góður og loftflæði í gegnum hann sé gott.

Vatn á chipsett er eitthvað sem menn deila um ég er helst á því að það skipti litlu ef einhverju varðandi lokaniðurstöðu hversu vel gengur að OC. Allavega hef ég ekki notað það á 2 síðustu uppfærslur. Hefur þó staðið til að prufa það því fsb er að takmarka OC hjá mér.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Fim 16. Jún 2005 12:51

Sko....ég er bara að pæla....þú ert með s478 öra.....hvað 2.4-.3.2ghz ? og villt fá þér vatnskælingu á hann.
Er ekki miklu sniðugara að selja hann.....og eiða 40þús kallinum í betri örgjörva en þessi gæti orðið með klukki.




Höfundur
MoZi
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 13:32
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MoZi » Fim 16. Jún 2005 13:39

hahallur skrifaði:Sko....ég er bara að pæla....þú ert með s478 öra.....hvað 2.4-.3.2ghz ? og villt fá þér vatnskælingu á hann.
Er ekki miklu sniðugara að selja hann.....og eiða 40þús kallinum í betri örgjörva en þessi gæti orðið með klukki.


top of the line örri í s478 er 3.4ghz og er 200mhz fsb eins og flestir vita og current price er 50þús á íslandi (færi varla að rugla með EE).

Svo segjum að þú sért með minni sem er kannski bara ddr466-550 þá mátt reikna með að þú náir ekki háum fsb á svona örgjörva - til fullnýta bandvíddar möguleikan á minninu - því til þess þarftu meiri kælibúnað - þá erum við farnir um hugsa um hugmynd 1 aftur, eða betri kælingu? - hvert stefnir þetta? Ég er nú bara með 2.6ghz og er yfirklukkaður núna á 3ghz (minni kemst ekki hærra í 1:1 - og stock kæling er mjög takmarkandi, er með kingston pc3200 en þarf ddr boosterinn til að láta það virka eitthvað að viti - ætla að uppfæra í OCZ PC3200-3700 platinum sem á að vera tcc5 kubbar).

Og þegar menn eru með Intel þá vilja þeir vanalega sem highest FSB - þannig lang skynsamlegasta lausnin væri að fá sér 2.4ghz ef þeir væru ennþá fáanlegir. En þar sem ég keypti nú 2.6ghz (hefði nú betur varið 2-3þús meira í 2.8ghz en fæ því ekki breytt) sit ég fastur með hann, og afhverju að fá sér annan þegar núverandi virkar bara ágætlega?

Veit þú hefur rök að mæla en mér langar allavega að prófa þetta - what's wrong with experimenting :twisted:

En nóg um það, ég tók ákvörðum að halda mig við sama örgjörva - svo bara ef þetta fer illa þá gæti vel svo farið að ég kaupi mér bara annan örgjörva og móðurborð. Ætla allvega að byrja á að kæla þetta niður og sjá hvernig þetta fer. Mundi samt þyggja einhver ráð um hvaða water cooling dótarí maður ætti að velja framm yfir annað.




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Fim 16. Jún 2005 13:46

Ég var með svona öra 2.66ghz setti hann í 3.3 ghz á loftkælingu.....geri ekki ráð fyrir að þú farið neytt mikið yfir það á vatni.

Fáðu þér bara nýjan :wink: