Standard CPU vifta og hljóðmengun


Höfundur
zircab
Staða: Ótengdur

Standard CPU vifta og hljóðmengun

Pósturaf zircab » Fim 14. Okt 2004 19:20

Ég hef áhyggjur af hávaða sem kemur frá viftu sem fylgdi með Celleron 2.4 Ghz og finnst það eins og vera óþarflega mikið.

Því langar mig til að spyrja hvort þessar viftur séu nokkuð spes og standi því einungis undir standard kröfum, og hvort aðrar viftur á viðráðanlegu verði séu hljóðminni?

Hljóðið er viðvarandi en eykst eylítið við leikjaspilun.

Hitinn fyrir örgjörvan mælist allt upp í 40 C og CPU viftan getur snúist á ca. 3300, þegar ég hef nýlokið leikjum, sem er ábyggilega ekki neinn sviti.
Hef annars 512 MB Ram og viðeigandi móðurborð fyrir örgjörvan.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Pósturaf axyne » Fim 14. Okt 2004 19:35

Hvernig áhygjur hefurðu af hljóðinu ?

viftan sé ekki að kæla nógu mikið ? eða þú sefur ekki á nóttunni ?

þarft ekkert að hafa áhyggjur afþví að örgjörvinn sé eitthvað að fara að ofhitna, ef hann gerir það er það versta sem gæti skeð er að tölvan þín frís og þú verður að restarta.




Höfundur
zircab
Staða: Ótengdur

Pósturaf zircab » Fim 14. Okt 2004 20:01

Hef heyrt í viftunni (lágur dynur eða eitthvað svoleiðis) fram á gangi hjá mér og jafnvel í öðru herbergi!
Alveg satt, og tek meira segja lyfin mín reglulega :oops:

Áhyggjur af að dynurinn geti þannig truflað fólk á viðkvæmum tímum sólarhrings.
Hef haft P3 tölvu sem var fín að þessu leyti.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Fim 14. Okt 2004 20:58

Keyptu þér nýja viftur, 1500 kall eða eitthvað, þú hlýtur að geta sett 1500 kr. í nauðsyn, að hafa hljóðláta tölvu er nauðsyn.




BlitZ3r
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Sun 06. Jún 2004 04:47
Reputation: 0
Staðsetning: Westmannaeyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf BlitZ3r » Fös 15. Okt 2004 01:19

ekki nema að þú sefur MJÖG FAST. ég sofna með sjónvarpið, tölvuna í botni og tonlist í gangi


BlitZ3r > ByzanT-
-
Intel p4 2.6 @ 3.06 MSI 848p-Neo 2x256mb kingston 400mhz 120gb S-ATA WD diskur PowerColor RADEON 9800 PRO 256mb


FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf FrankC » Fös 15. Okt 2004 09:41

drekkurðu þig í svefn BlitZ3r?



Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Reputation: 8
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Pósturaf fallen » Fös 15. Okt 2004 11:33

FrankC skrifaði:drekkurðu þig í svefn BlitZ3r?


LOL


Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 15. Okt 2004 13:05

Ef þú getur sett nýja viftu á heatsinkið þá er það sennilega ekkert nema gott mál. En ef viftan sem er fyrir snýst á 3300 snúningum þá ertu sennilega með svona 60mm viftu. Litlar viftur snúast hraðar til að ná sama blæstri og stærri viftur, meiri hraði -> meiri hávaði (yfirleitt).

Með max 40°C hita þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur, getur líka prófað að keyra forrit sem heitir Prime95 (setur í gang svo kallað 'Torture Test') til að kynda aðeins upp örgjörvan þinn.. nærð honum líklega heitari þannig heldur en með leikjum.




Höfundur
zircab
Staða: Ótengdur

Pósturaf zircab » Fös 15. Okt 2004 21:42

Takk fyrir!

Ágætt að leita fyrir sér með svona lagað.

Kaupi skikkanlega viftu og ábyggilega meira leikjahæfari örgjörva en Celleron.