Ákvað að smella í eina heimabíó vel og nota það sem ég átti til, þar sem ég tímdi ekki að eyða tugþúsundum í vél sem ég var ekki viss um notagildið í, var gjörsamlega kominn með nóg af flökkurum og android Xtreamer etc græjum vildi ég eitthvað meira heilsteyptara apparat.
En eins og með alla pc nörda þá fer maður alla leið í ruglinu það á við um moddið, ég skimaði flest allar verslanir herna heima í leit að stílhreinum kassa en eftir mikla leit gafst ég upp fann ekkert sem mig líkaði við.
Kassinn er open case inní lokuðum skáp, reif hilluna úr og slumpaði svona nokkurnvegin götin á plötunni þar sem ég vildi hafa þetta frekar clean og ekkert cable mess.
Tek það fram Þetta kostaði mig 5500 Kr (Örgjafinn) átti allt annnað til.
Specs.
Kassi - Ikea no name hilla
Mobo - FM2A88M Extreme4+
APU - AMD A4-4000
GPU - Innbyggður í cpu HD 7480D
Ram - 8Gb Corsair Vengeance
HDD - 500Gb WD Black
PSU - 350W ATX In Win minnir mig
Lyklaborð og mús - http://kisildalur.is/?p=2&id=2225
Stýrikerfi - Windows 10 Pro
Ætlaði mer ekki að gera workbuild af þessu tók bara nokkrar myndir á símanum sem eru frekar slöpp gæði, vonandi gefur þetta mönnum einhverjar skemmtilegar hugmyndir.
Myndir.
Smellti einni 120mm viftu á hdd fannst hann hitna aðeins og mikið fyrir minn smekk það gerði gæfu muninn.
Henti líka barna læsingu á skápinn 2 ástæður á einn 5 ára gutta svo er þetta líka snillld fyrir loftflæði get haft hann aðeins opinn.
Lék mer aðeins með örgjafann streamaði nokkra leiki í 1080p low settings grid 2 Dragon age og einhverja fleiri sem ég átti á workstation tölvunni magnað hvað þetta 5500 króna kvikindi getur gert 30+ fps álla leikina sem ég prófaði og fiktaði ekki mikið í settings.