Er nýlega byrjaður að pæla í því að setja upp vatnskælingu í kassann. Er að ærast yfir hávaða í kassanum og langar
að fá góðan milliveg á afköstum og hávaða. Ekki bætir það að jojoharalds er alltaf með vatnskælda mod klámið sitt!
Þar sem ég hef alveg núll reynslu af vatnskælingu þá leita ég til ykkar sem þekkið þetta.
Er með CoolerMaster Stacker STC-C01 og plássið ætti ekki að vera vandamál ef ég vill koma rad fyrir inní honum.
Hinsvega hef ég verið að pæla í því hvort að kaup á kassa með vatnskælingu í huga væri málið.
Þannig að miðað við að kæla CPU og GPU (1-2) hvar væri optimal?
- Rad inní eða utan á kassa?
- Einn rad eða margir rad?
- Kaup á sér kassa?
- Hvaða kassa mæla menn með?
- Hvar er best að versla, fæst þetta dót innanlands?
- Ætti ég að vatnskæla minnin?
- Þarf ég að huga að loftflæði í gegnum kassann fyrir minni/mobo?
EDIT: - Hvernig er best að haga viftum? Push pull eða bæði?
- Staðsetning á rad, er ekki fínt að hafa hann uppí topp og blása út. Með 3 viftur að framan aðdraga loft inn (gegnum síu)?
- Viðhald, hvar finn ég upplýsingar um viðhald á pípum/kælingu. (Vitna í scrubb sem jojoharalds notaði)
Þarf ég að skipta um vatn reglulega? Hvaða efni þarf að blanda í vatnið? Nota ég vatn eða eitthvað annað?
Með fyrirfram þökk,
Z