[FIXED] i7 4770k instant 95-100°C í stresstesti.


Höfundur
arnio
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Þri 24. Jan 2006 20:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

[FIXED] i7 4770k instant 95-100°C í stresstesti.

Pósturaf arnio » Mið 15. Okt 2014 23:01

Sælir, ég er eitthvað svo stressaður yfir hitanum á örgjörvanum hjá mér og langaði að leita til ykkar varðandi ráð. Ég er með i7 4770k með h100i kælingu og þegar ég keyri stresstest með prime95 (Small FFTs) þá fer hitinn instant í 95-100°C og heldur sig við það. Ég hef ekki þorað að stressa hana eitthvað lengi með hann svona heitann er þetta ekki svoldið shady?

Annars er hann flottur ágætur idle rokkar um 30-32°C og hef ég ekki séð hvernig hann er í leikjaspilun.

Það sem ég hef prufað er:

*Skipta um kælikrem 2x
*Laga bakplötuna nokkrum sinnum, hef prufað að setja þéttingu bakvið móðurborðið svo hún helst betur, þetta er víst þekkt vandamál með Asus móðurborð eins og ég er með.
*Googla eins og mfucker, flestir segja þetta ekki í lagi en sumir vilja meina að haswell chippar höndla ekki prime nógu vel?

Eru þið með einhverjar hugmyndir handa mér eða er þetta eitthvað sem ég ætti ekkert að velta mér uppúr? Endilega segið mér líka hvernig hita þið eruð að fá úr þessu testi.

Og já, ég er alveg stock clockaður

EDIT: Okei vá svona 10 mín eftir að ég postaði þessu þá fékk ég þá flugu í hausinn að skoða biosinn aðeins hjá mér, þar sá ég að það var stillt á eitthvað profile sem hét "Asus optimized" hvað sem það nú í anskotanum er og eftir að ég setti það í standard þá lagaðist þetta... Nú er hann undir 60°C í sama stresstesti og hann fór uppí 100°C fyrir nokkrum min.

Ætli þetta hafi verið einhverja voltage stillingar eða því um líkt að valda? Ég ætla að hafa þennan þráð opinn uppá framtíðana ef einhverjir eru í sama veseni og ég.