Ater Sanguis build log

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Fös 08. Feb 2013 01:22

Mig hefur alltaf langað til þess að smíða mér vatnskælda vél og nú þar sem maður á smá pening var ákveðið að slá til. Fyrstu plönin voru að kaupa eitthvað sem brenndi ekki gat á budduna, en þó samt eitthvað alvöru dót sem hægt væri að uppfæra og bæta á með tímanum. En svo, eftir að pæla aðeins meira og meira, ákveða að dótið yrði allt að vera PWM hraðastýrt, hljóðlátt og vel útlítandi, þá var ekkert annað í stöðunni en að fara í full custom loop. Svo eftir að hafa tekið saman allt sem átti að kaupa og reikna verð, þá munaði svo litlu að ég hefði skipt um skoðun og farið í eitthvað tilbúið kitt. Fokk hvað þetta shit er dýrt. Það stoppaði mann þó ekki, ýtt var á "Order" takkann og þá var ekki aftur snúið. Græjuð var umsókn um gjaldeyrisviðskipti við bankann (no joke) og peningurinn sendur út til Hollands. Nú var sendingin frá HighFlow að detta í hús og hægt að fara að pæla aðeins meira í smáatriðum um hvernig átti að láta þetta allt saman ganga upp.

Mynd

Það sem pantað var:
Fractal Design Arc Midi turn ásamt gluggahlið í hann
HWLabs Black Ice SR-1 240 vatnskassi
2x Noctua NF-F12 viftur á vatnskassann
Swiftech MCP35X vatnsdæla ásamt kæliplötu fyrir hana
XSPC Raystorm CPU vatnsblokk
3,3m Masterkleer Clear 0.5" ID/0.75" OD slanga
6x Monsoon matte black compression fittings (six pack með lykli til að herða/losa)
2x EK Perfect Seal black compression fittings (vantaði tvær upp á að klára lúppuna og þessar munu ekkert sjást)
iandh Silver Kill Coil
Mayhem's Deep Red Dye 15ml
NZXT Red LED Sleeve ljós

HF sendu mér óvart Mayhem's (hefbundið) Red Dye í stað Deep Red, ég sendi þeim póst og vona að þau séu tilbúin að leiðrétta þetta. Við þetta vantar svo forðabúr og eimað/afjónað vatn. Forðabúrið var að leggja af stað í dag frá FrozenQ í bandaríkjunum og vatnið ætla ég að versla hérna heima bara. Svo þegar ég versla mér ný(tt) skjákort, þá verða keypt(ar) vatnsblokk(ir) á það/þau ásamt öðrum vatnskassa. Ég er ekki að tíma að kaupa vatnsblokkir á 460 kortin, þar sem blokkirnar kosta meira en kortin. Planið er svo að skipta út Fractal Design viftunum fyrir einhverjum góðum PWM viftum, sprauta Noctua vifturnar svartar (ef það mun sjást í þær) og sleeve-a svo allt draslið svart.

Hvernig líst mönnum á?
Einhverjir punktar frá vatnsveterönum hér, sem koma þá ekki fram í öllum guide-um á netinu?

(Bæti meira info við á morgun og skrifa smá klausu um kassann.)


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf worghal » Fös 08. Feb 2013 01:38

til hamingju með þetta, verður gaman að sjá hvernig þetta mun koma út :D


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Þri 12. Feb 2013 23:53

Mynd

Þetta build gengur hægt. Er enn að bíða eftir forðabúrinu og aflgjafinn er líklegast á leiðinni til Munda í sleeve makeover. Þar sem það mun ekkert sjást í Noctua vifturnar, þá fá þær að halda litunum sínum. Eflaust einhverjir Noctua perrar ánægðir með það. :lol:


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

arnif
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 05. Apr 2009 20:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf arnif » Mið 13. Feb 2013 00:23

Ekki sprauta viftunar...skemmir allt sem þær voru hannaðar í að gera með því.


{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Eiiki » Mið 13. Feb 2013 00:29

arnif skrifaði:Ekki sprauta viftunar...skemmir allt sem þær voru hannaðar í að gera með því.

nei?


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Gunnar » Mið 13. Feb 2013 00:32

Eiiki skrifaði:
arnif skrifaði:Ekki sprauta viftunar...skemmir allt sem þær voru hannaðar í að gera með því.

nei?

nei? ekki bulla um eitthvað sem þú veist ekkert um :thumbsd

http://www.noctua.at/main.php?show=nine ... ign&lng=en



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf mundivalur » Mið 13. Feb 2013 00:37

Ég greinilega missti af þessu ! En lýst bara vel á þetta :happy
Ég tímdi ekki að kaupa Monsoon fittings :-"
Er þetta ekki vitlaust "Masterkleer Clear 0.5" ID/0.75" OD"
Maður sprautar bara vifturnar er maður vill :megasmile



Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Mið 13. Feb 2013 01:21

arnif skrifaði:Ekki sprauta viftunar...skemmir allt sem þær voru hannaðar í að gera með því.

Þú getur andað rólega, þær verða ekki sprautaðar. ;)

mundivalur skrifaði:Ég tímdi ekki að kaupa Monsoon fittings :-"
Er þetta ekki vitlaust "Masterkleer Clear 0.5" ID/0.75" OD"

Ég bara varð að fara í svartar compression fittings og þá var hagstæðast að kaupa Monsoon six pack, svo það var bara win-win. :japsmile
Slangan er s.s. hálftomma að innanmál og þrírfjórðutomma að utanmál. Oftast skrifað sem 1/2" ID og 3/4" OD, en mér finnst þægilegra að átta mig á brotatölunum.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Xovius » Mið 13. Feb 2013 01:30

Gunnar skrifaði:
Eiiki skrifaði:
arnif skrifaði:Ekki sprauta viftunar...skemmir allt sem þær voru hannaðar í að gera með því.

nei?

nei? ekki bulla um eitthvað sem þú veist ekkert um :thumbsd

http://www.noctua.at/main.php?show=nine ... ign&lng=en


Veit að þetta er offtopic en formin sem vifturnar eru steyptar í eru ekki það nákvæm að létt lag af lit skipti máli. Þessar brúnir sem þú bendir á eru mikið stærri en svo að smá sprey hefði áhrif, þetta ætti allt að vera innan skekkjumarka.

En skemmtilegt verkefni :) verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út!



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf AciD_RaiN » Mið 13. Feb 2013 01:38

Það verður gaman að fylgjast með þessu :happy Við getum farið í keppni hver verður á undan því buildið sem ég er að vinna í núna mun klárast frekar seint...
Skoðaðir þú eitthvað Bitspower matt black compression fittings? Hef ekki prófað monsoon og heyri frkear misjafnar sögur af þeim... Hef notað koolance smá og finnst það líka fínt en bitspower hefur vinninginn í mínum bókum...

Á að modda kassann eitthað??


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf MatroX » Mið 13. Feb 2013 02:04

það var mikið:) búinn að tala um þetta nokkuð lengi hehe. en þetta á eftir að verða flott og verður spennandi að fylgjast með


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Mið 13. Feb 2013 13:03

AciD_RaiN skrifaði:Það verður gaman að fylgjast með þessu :happy Við getum farið í keppni hver verður á undan því buildið sem ég er að vinna í núna mun klárast frekar seint...
Skoðaðir þú eitthvað Bitspower matt black compression fittings? Hef ekki prófað monsoon og heyri frkear misjafnar sögur af þeim... Hef notað koolance smá og finnst það líka fínt en bitspower hefur vinninginn í mínum bókum...

Á að modda kassann eitthað??


Ég hef séð að margir séu ánægðir með Bitspower, en þær eru bara svo dýrar hjá HighFlow. Monsoon hlítur að virka fínt. Þetta build mun taka mjööög langan tíma, því að ég er á leiðinni út til DK að vinna í mánuð. Klárast ekki fyrr en eftir það. Varðandi kassamod, þá verður það ekki neitt neitt. Keypti gluggahlið, losa eitthvað af shitti úr kassanum og svo verður þetta bara mjög low profile. Bora neðra HD bay-ið úr þegar seinni vatnskassinn fer í.

MatroX skrifaði:það var mikið:) búinn að tala um þetta nokkuð lengi hehe. en þetta á eftir að verða flott og verður spennandi að fylgjast með


Já, þessi ákvörðun tók ógeðslega langan tíma, enda kostar þetta óóóóóóógeðslega mikið! ...en mikið er þetta gaman. :snobbylaugh


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Mán 05. Ágú 2013 03:53

Jæja... Góðir hlutir gerast hægt sagði einhver. Kominn tími á smá uppfærslu.

Aflgjafinn fór í make-over til Munda fyrir löngu. Forðabúrið lenti líka frá USA og réttur litur í vökvann, eftir þrjár sendingar frá HighFlow. Er örugglega ekki vinsælasti viðskiptavinurinn þeirra, en hef ekkert nema gott um þau að segja. Vantaði tappana í forðabúrið og FrozenQ ignoruðu póstana frá mér, svo ég pantaði þá bara frá HighFlow, ásamt tveimur Akasa 140mm PWM stýrðum viftum. Ég sleeve-aði kaplana úr dælunni ásamt því að setja svartan herpi á endana á köplunum sem fara frá tölvukassanum í móðurborðið.

Kassakaplar:
Mynd

Hér má sjá clearance-ið á vatnskassanum:
Mynd
Mynd
Mynd
Mætti halda að hann væri sérsniðinn fyrir þennan tölvukassa. (Ég skipti minnunum út fyrir svört.)

Forðabúrið:
Mynd

Lúppan klár:
Mynd

To do:
Versla afjónað vatn.
Hreinsa og lekaprófa lúppu.
Láta glerblása hvítu hlutina í kassanum og sprauta svo svart.
Sprauta hvíta plögga svarta.
Klára að púsla vélbúnaði í.
Kveikja, stilla, prófa, yfirklukka og prófa meira.
Útfæra rauða LED lýsingu í kassann, sem hægt er að kveikja og slökkva alla með einum takka.
Versla ný skjákort með svörtu PCB.
Versla meiri vatnskælingu fyrir þau skjákort.

Sjáumst aftur eftir sex mánuði. :lol:


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf mundivalur » Mán 05. Ágú 2013 14:45

Nice :happy Maður verður sjúkur þegar maður byrjar að vatnskæla :D



Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf jojoharalds » Mið 07. Ágú 2013 10:23

gedveikt flott hja ther.hlakka til ad sja meira.og gangi ther vel,


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Fös 13. Sep 2013 03:42

Smá update.

Mynd
Verið að koma afjónaða vatninu inn á lúppuna. (Vatnskassinn var flush-aður áður)


Mynd
Afjónaða vatnið endurnýjað eftir að hafa gengið í lúppunni í ca. klukkara.


Mynd
Svona lúkkar tölvan í dag, fyrir utan kaffipokana.


Mynd
Close-up af litnum upplýstum með LED flashi. (Hann er dekkri í persónu, sem er awesome! :megasmile )

Tölvan er búin að vera í gangi meir-en-minna í nokkra daga núna. Ég er að slást við idle-freeze vandamál, sem ég verð að leysa áður en ég fer að yfirklukka. Tölvan er rock-steady undir álagi en á það til að frjósa við lítið sem ekkert álag, web browsing og þannig lagað. Þetta er nokkuð þekkt vandamál á P67 og Z68 vélum en verst bara hvað það tekur hrikalega langan tíma að troubleshoot-a þetta vegna þess að ég get ekki reproduce-að vandamálið. Hitinn á Tcase er 32-34°C við idle m.v. skynjarann frá móðurborðinu og CoreTemp er ca. 68° frá TjMax. Undir álagi (Prime Small FFT) er Tcase að fara max í 51°C og CoreTemp max 51° frá TjMax. Ég er að sjá svolítið mikinn hitamun milli kjarna, en það verður skoðað betur þegar ég fer í að yfirklukka.

To do:
Versla afjónað vatn.
Hreinsa og lekaprófa lúppu.
Láta glerblása hvítu hlutina í kassanum og sprauta svo svart. Í vinnslu
Sprauta hvíta plögga svarta.
Leysa stöðugleika vandamál.
Klára að púsla vélbúnaði í. Í vinnslu. (Mér virðist hafa tekist að týna eins og einu GTX 460 skjákorti) :shock:
Kveikja, stilla, prófa, yfirklukka og prófa meira.
Útfæra rauða LED lýsingu í kassann, sem hægt er að kveikja og slökkva alla með einum takka.
Versla ný skjákort með svörtu PCB.
Versla meiri vatnskælingu fyrir þau skjákort.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf worghal » Fös 13. Sep 2013 09:46

Fadu ther noisblocker viftur.
Frabaert performance og svo lita thaer lika vel ut :happy


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf axyne » Fös 13. Sep 2013 09:57

Flott Build. :happy

Ég var að kljást við idle freeze eftir að ég skipti yfir í SDD, eftir að hafa klórað mér í hausnum í einhvern tíma komst ég að því að skjákortsdriverinn var valdurinn. Ég var búinn að setja upp nýjasta driverinn, ég rollbackaði í 314.22 og vandamálið hvarf. Ég er með Nvidia 460 kort.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Fös 13. Sep 2013 14:12

worghal skrifaði:Fadu ther noisblocker viftur.
Frabaert performance og svo lita thaer lika vel ut :happy


Ég er kominn með allar viftur. Svo sýnist mér Noiseblocker ekki vera með PWM viftur.

axyne skrifaði:Ég var að kljást við idle freeze eftir að ég skipti yfir í SDD, eftir að hafa klórað mér í hausnum í einhvern tíma komst ég að því að skjákortsdriverinn var valdurinn. Ég var búinn að setja upp nýjasta driverinn, ég rollbackaði í 314.22 og vandamálið hvarf. Ég er með Nvidia 460 kort.


Takk fyrir þessa ábendingu. Mig grunaði að þetta tengdist skjákortinu. Ég prófa þetta.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6373
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 456
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf worghal » Fös 13. Sep 2013 16:49

Saber skrifaði:
worghal skrifaði:Fadu ther noisblocker viftur.
Frabaert performance og svo lita thaer lika vel ut :happy


Ég er kominn með allar viftur. Svo sýnist mér Noiseblocker ekki vera með PWM viftur.


noiseblockers eru með pwm, svo til dæmis, þá notar Singularity Computers bara noiseblockers.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Fös 13. Sep 2013 17:43

worghal skrifaði:noiseblockers eru með pwm, svo til dæmis, þá notar Singularity Computers bara noiseblockers.


Sé það núna eftir aðeins ítarlegri leit. Hef þær í huga ef ég ákveð að skipta. Annars er ég bara nokkuð ánægður með Akasa og Noctua vifturnar, þær eru búnar að vera fastar á 100% hjá mér síðustu daga og þó það heyrist alveg vel í þeim, þá er hljóðið frekar "soft".

Frekar ósáttur með það samt að eVGA skuli setja 7 PWM tengi á móðurborðið en hafa bara 3 af þeim stýranleg. Kemur hvergi fram í neinum specs um borðið. :thumbsd


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Fim 19. Sep 2013 00:35

Takk fyrir axyne, þú hafðir rétt fyrir þér. Dótið er hætt að frjósa. Nú BSODar það bara í staðinn, en það er önnur ástæða fyrir því. Mynd

Sótti kassaglamrið úr möttun og sprautaði.

Mynd

To do:
Versla afjónað vatn.
Hreinsa og lekaprófa lúppu.
Láta glerblása hvítu hlutina í kassanum og sprauta svo svart.
Leysa stöðugleika vandamál.
Leyst. Takk axyne.
Klára að púsla vélbúnaði í. Í vinnslu. (Mér virðist hafa tekist að týna eins og einu GTX 460 skjákorti) :shock:
Kveikja, stilla, prófa, yfirklukka og prófa meira. Í vinnslu.
Útfæra rauða LED lýsingu í kassann, sem hægt er að kveikja og slökkva alla með einum takka.
Versla ný skjákort með svörtu PCB.
Versla meiri vatnskælingu fyrir þau skjákort.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Mán 13. Jan 2014 20:57

Mynd

Pínu update. Svona er vélin í dag. Kominn með MSI GTX 670 kort. Ég hamaðist við að reyna að ná henni Prime 24hr stable í 5.0 GHz en það gekk ekki. Ætla að taka annað overclocking session seinna, áður en ég kem með ítarlegt report.

To do:
Versla afjónað vatn.
Hreinsa og lekaprófa lúppu.
Láta glerblása hvítu hlutina í kassanum og sprauta svo svart.
Leysa stöðugleika vandamál.
Leyst. Takk axyne.
Klára að púsla vélbúnaði í. GTX 460 kortið fannst. Þau eru nú til sölu hér.
Kveikja, stilla, prófa, yfirklukka og prófa meira. Í vinnslu.
Útfæra rauða LED lýsingu í kassann, sem hægt er að kveikja og slökkva alla með einum takka.
Versla ný skjákort með svörtu PCB. Annað komið. Hitt kemur þegar það er komin þörf á því.
Versla meiri vatnskælingu fyrir þau skjákort.


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292

Skjámynd

gullielli
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 18:23
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf gullielli » Mið 12. Feb 2014 14:17

Þetta er hrikalega sexy! - ertu búinn með þetta project?


-Cheng

Skjámynd

Höfundur
Saber
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 12
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Ater Sanguis build log

Pósturaf Saber » Fös 14. Feb 2014 18:32

Nibb. Þetta er á temporary hold meðan ég vinn í íbúðinni minni. Hugsa að ég stökkvi bara fljótlega á annað skjákort og vatnskæli svo allt dótið, með auka vatnskassa. Finnst fara alltof hátt undir extreme load. Reference kælingin er svo slæm að ég opna svaladyrnar til þess að droppa hitanum í stofunni svo viftan snúist hægar. :-"


Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292