Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 78
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Hannesinn » Fös 17. Jan 2014 15:13

Ég er að spá í að losa mig við stock örgjörvaviftu og fá mér hljóðlátari og betri kælingu.

Spurning er því þessi: Hvort myndir -þú- taka af þessum tveimur.

Viftukæling
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... er_212_PLU

Vökvakæling
http://tl.is/product/seidon-120m-vokvakaeling

Þær kosta svipað og eru báðar með 120mm viftu, nema að vökvakælingin blæs úr kassanum líka. Er þetta no-brainer að taka vökvakælinguna kannski?

Hvernig er t.d. hávaðinn í þessum kælingum?

Er eitthvað betra á svipuðu verði?

Ef ég myndi vilja vökvakælingu á skjákortið líka, er kannski þá betra að fá vatnskælingu á það og nota loftkælingu á örgjörvann?


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

GunZi
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf GunZi » Fös 17. Jan 2014 15:39

Er ekki vatnskælingin betri?


Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 7800 XT SSDs: 1TB (Evo 870) og 250GB (Evo 840) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz


Heidar222
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fös 14. Sep 2012 10:54
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Tengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Heidar222 » Fös 17. Jan 2014 15:41

Vatn yfirleitt mun betra, vatnskælingin er á tilboði, mundi persónulega taka vökvakælinguna ef kassinn styður það.
Síðan getur þú stýrt viftunni á radiatornum og yfirleitt geturðu sett lægri volt á rad vs heatsink.

Varðandi skjákort eru til closed loop kits sem leyfa expansion en þau eru dýrari.
Annars mæli ég með þessu fyrir GPU: http://www.arctic.ac/eu_en/accelero-xtreme-iii.html

*edit*
Ertu að spá í að OC?
eða bara hljóðlátari?
Síðast breytt af Heidar222 á Fös 17. Jan 2014 15:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf mercury » Fös 17. Jan 2014 15:42

veit bara að þessar tilbúnu vatnskælingar koma vanalega ekki með neitt sérstaklega vönduðum viftum og eru því oft háværar. hefur ekkert með vatnskælingu að gera á cpu nema að þú ætlir að detta í einhvað alvöru overclock.



Skjámynd

tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf tveirmetrar » Fös 17. Jan 2014 15:50

Mín skoðun:

Fyrir OC: Alvöru vatnskæling (ekki það sem þú linkaðir á) eða loft.

Fyrir hljóðlátt setup og útlit: Svona closed loop kit.


Hardware perri

Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 78
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Hannesinn » Fös 17. Jan 2014 15:52

Ég er ekki að fara að overclocka, er fyrst og fremst að leitast eftir hljóðlátari kælingu, og þar sem þær eru að kosta svipað, þá er ég að bera þær saman.
Forgangurinn er 1.) hávaði, 2.) hitastig.

Ef þið þekkið góðar ódýrari kælingar, endilega látið ljós ykkar skína.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2397
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf littli-Jake » Fös 17. Jan 2014 15:56

Hyper 212 PLUS er meira en nó fyrir þig ef þú ætlar ekki að yfirklukka. Er með þannig sjálfur og hitinn fer ekki yfir 65°C nema að ég mundi taka eitthvað stress test. Ég er persónulega með lang mestu áhersluna á að stuffið sé hljóðlátt og ég er mjög sáttur með Hyper


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

Höfundur
Hannesinn
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 78
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Hannesinn » Fös 17. Jan 2014 16:24

Hefur einhver reynslu af þessum Seidon kælingum? Eru þær hljóðlátar?


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Heidar222
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fös 14. Sep 2012 10:54
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Tengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Heidar222 » Fös 17. Jan 2014 16:46

Það eru aðallega vifturnar sem stjórna hljóðinu...




Myro
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 18:45
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Myro » Fös 17. Jan 2014 17:45

Ég er med hina Seidon kælinguna frá TL (120V). Hún hefur virkad vel fyrir mig en viftan er ekkert svakalega gód en ég klárlega mæli med henni.
Er ekki ad fara yfir 45°c á stock I7 2600k í leikjum med viftuna á minnsta snúning svo tad heyrist ekkert i henni.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf Hnykill » Fös 17. Jan 2014 18:37

Ég er með þessa sem kælir AMD FX 8 kjarna vel og vandlega..

Thermaltake Water 3.0 Performer
http://tolvutek.is/vara/thermaltake-wat ... -amd-intel

þegar þú notar svona "all in One " vatnskælingu þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að hitasinkið blocki t.d minnisraufarnar, eins og með þessar stærri og betri loftkælingar.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.


stjani11
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Lau 29. Jan 2011 13:59
Reputation: 2
Staða: Tengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf stjani11 » Fös 17. Jan 2014 22:51

það stendur hvað vifturnar eru háværar
Rated Fan Noise: 13 ~ 32 dBA
Viftu hávaði - 19-40dBA

vökvakælingin er háværari



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörvakælingu: loft vs. vatn.

Pósturaf mercury » Fös 17. Jan 2014 23:38

stjani11 skrifaði:það stendur hvað vifturnar eru háværar
Rated Fan Noise: 13 ~ 32 dBA
Viftu hávaði - 19-40dBA

vökvakælingin er háværari

ekkert að marka uppgefnar dBA tölur. staðreynd.