Hef verið að fikta í að oc skjákort hjá mér og tveimur vinum mínum og hef verið að nota í það 3dmark2001se til að prófa útkomur.
En ég er að pæla ... oftast talað um í oc manuals að maður eigi að hækka um 10mhz í einu þar til að marr fer að sjá "artifacts" eða allt fer til fjandans og frýs. Þegar að ég hef verið að þessu hef ég bara hækkað þetta sá saman þangað til að ég fer að sjá lægri útkomur í 3dmark ... hef aldrei séð neina galla og held að tölvan mín hafi kannski laggað í svona 10 sek einu sinni ... sem sagt ekki frosið.
Ætti ég að vera að hækka meira og yfirstíga þar með einhvern smávægilegan "þröskuld" eða er ég ekki að gera rétt með að hætta um leið og stigin lækka og lækka svo overall oc um 5-10 mhz til að halda stöðugleika??