Dýrir turnar (20 þús +) eru almennt allir ágætir. Það er örugglega einhver munur milli þeirra en ekki eitthvað sem allir taka eftir. Þú ættir að reyna að átta þig á hverskonar turn þú vilt útfrá þínum þörfum fyrst (stærð móðurborðs (mAtx?), fjöldi 5,25 hólfa , snúrufrágangsmöguleikar, vatnskælingamöguleikar, gluggahliðar osfrv.) og reyna að fækka valkostunum þannig. Svo þegar þú ert kominn með nokkra sem þér líkar við, þá geturðu spurt, eða googlað reviews.
