braudrist skrifaði:Það eru fullt af reyndum snillingum t.d. á OCN sem eru búnir að gera tilraunir á þessu og niðurstaðan er aldrei meir en 1-2° mismunur. Svo lengi sem það er reservoir -> pump, þá skiptir restin engu máli.
Hugsa samt að þetta sé nú ekki alveg svona einfalt.
Ef viðkomandi kælikerfi er með lítið flæði, það er, minni dælu og eða sverari lagnir, þá hægist á vatninu yfir örrana og hitamunurinn á vatni inn og út verður alltaf meir og meir, væntanlega í línulegu falli sem þýðir þá að hliðtenging verður betri kostur í slíkum kerfum.
Því meiri hraði, því minni munur.