Skjálfti 2 - 2004


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Skjálfti 2 - 2004

Pósturaf Gestir » Fim 25. Mar 2004 20:59

Jæja gott fólk og moddarar.

Nú fer senn að líða að Skjálfta 2 - 2oo4 (líklegast í byrjun Júní) og þá verður heljareinar fjör á bæ.

Það verður nýjung núna á þessu móti sem felst í því að ég mun standa fyrir Mod keppni ... já. Mod keppni á því hver verður með flottasta kassann. ;)

þetta verður bara svona í léttu fjöri gert þar sem að margir eru farnir að leggja gífurlegan metnað í að breyta kössunum sínum og margir hverjir á rosalega flottann hátt. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verðlaun að svo stöddu en það verður nú að öllum líkindum eitthvað handa sigurvegaranum.. Eitthvað sniðugt frá Opnum Kerfum.
Athugið !! að þetta er ekki 100% staðfest en er allt saman í undirbúningi og hvetjum við því alla sem áhuga hafa og eruð iðnir við breytingar um að fara að drífa gamla kassann í ný nærföt og taka þátt..

Sjáumst hressir á S2 - 2oo4



Skjámynd

Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Nemesis » Fim 25. Mar 2004 21:48

Góð hugmynd, þetta myndi örugglega efla "modding-áhuga" Íslendinga til muna ef vel væri að verki staðið. Til að þessi hugmynd virki þó, þyrfti að hafa þetta áhorfsvænt, til dæmis væri mögulegt að láta keppendur stíga á svið með tölvurnar sínar og sýna þér áhorfendum og dómnefnd. Svo gefur dómnefndin keppendum einkunn annaðhvort strax eða öllum í einu þegar keppendur hafa lokið sýningu. Svo yrðu veitt verðlaun strax. Mestu skiptir bara að hafa engar tafir, láta þetta ganga vel fyrir sig.

Önnur spurning varðar dómgæslu. Ef skipa á dómnefnd, passaðu þá að óháðir aðilar skipi hana og þeir hafi einhvert vit á þessu :wink:

Sniðugt væri að gefa fyrir hina ýmsu þætti, til dæmis útlit, vinnu, uppbyggingu, notagildi, frumleika og svo heildareinkunn af því. Ég nefni þessa þætti þó einungis sem dæmi, ekki taka einkunnarþættina of hátíðlega :8)




assi
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Lau 27. Des 2003 07:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf assi » Fös 26. Mar 2004 00:47

jee



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf OverClocker » Fös 26. Mar 2004 20:45

Frábær hugmynd!




xtr
has spoken...
Póstar: 182
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 02:57
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf xtr » Lau 27. Mar 2004 23:34

snild


Intel Pentium 4 3,0 GHz - ABIT IC7-MAX3 - Geforce FX5700 - 2x OCZ 512MB -


Hlynzit
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 390
Skráði sig: Mið 12. Nóv 2003 21:32
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk city baby yeahh
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzit » Sun 28. Mar 2004 03:09

verða einhver verðlaun?


Þessi blái karl þarna er Sonic
http://www.hlynzi.com


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Mán 29. Mar 2004 15:44

Verðlaun. Eins og áður kom fram í greininni sem ég skrifaði þá er þetta ennþá bara á "beta" stigi og hefur ekki verið tekin endanleg ákvöðrun um hvort þetta yfir höfuð verði en ég veit að áhuginn er svo sannarlega til staðar og ég hef ráðfært mig við þá er sjá um þetta mót( samstarfsmenn mína ) og leist þeim mjög vel á þessa hugmynd.

Verðlaun er ekkert vitað um ennþá en okkur fannst nú samt svona skemmtilegra að reyna að hafa eitthvað í verðlaun en það yrði þá að öllum líkindum eitthvað frá Opnum Kerfum þar sem að þeir eru aðalstyrktaraðilli mótsins. en þetta verður bara að koma í ljós. Persónulega væri mér alveg sama hvort ég fengi eitthvað eða ekki.. þetta er meira svona .."more than meets the eye" gaman að sjá flotta turna með ljósum og kælingum og tilheyrandi. Gaman að vita það líka að maður á Officially flottasta búnaðinn á klakanum í dag :D er það ekki..

allavega ef þið hafið einhverjar frekari spurningar þá póstið því bara hérna og ég skal reyna að svara eins og mögulegt er :wink:




Fat
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Þri 02. Mar 2004 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: In The Matrix
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Fat » Þri 30. Mar 2004 00:03

geggjað ég kem suður á moddkeppni!


amd64 3200 @ 2750MHZ / Gforce2 32mb / corsair pc3500 (BH5) / K8N Neo2 Platinum / Vappochill LS / Lianli pc70 / swiftech MCW20-R, MCW50-T, MCP600 / Thermochill120.3