Erfitt að loka hliðar panelum á P183


Höfundur
TestType
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Erfitt að loka hliðar panelum á P183

Pósturaf TestType » Fös 07. Jan 2011 12:21

Keypti Antec P183 kassa í gær og þar sem ég er að bíða eftir íhlutum sem ég pantaði þá hef ég bara verið að skoða kassann. Það sem ég rek mig á er hvað það er erfitt að setja kassahliðarnar aftur á kassann. Þær virðast stoppa á plastinu sem á að smeygjast undir fremst á hliðinni (ekki krókarnir uppi og niðri), þannig að ég þarf að ýta mjög fast á hliðina fremst á kassanum til að koma þessu inn og stundum dugar það ekki einu sinni til og þá verð ég að leggja kassann á hliðina og ýta niður á hann.

Þetta verður fyrsta tölvan sem ég set saman í ca. 10 ár svo ég hef ekki mikla reynslu af kössum (síðasti kassi sem ég átti var með eitt þriggja hliða cover úr þungu stáli!) en ég hef fiktað í tölvunni hjá mömmu og það var ekkert vesen að taka hurðina af og á á þeim kassa. Átti ekki von á öðru með P183 en það er rosalega mikið vesen að koma hurðinni aftur á.

Er þetta eðlilegt með þessa kassa eða hef ég hugsanlega fengið gallaðan? Tek það fram að báðar hliðarnar eru með jafnmikið vesen.




Höfundur
TestType
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Erfitt að loka hliðar panelum á P183

Pósturaf TestType » Lau 08. Jan 2011 14:47

Er ekki einhver vinalegur nörd hérna sem á þennan kassa og nennir að taka 2 mínutur í að tékka á þessu fyrir mig?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4340
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Erfitt að loka hliðar panelum á P183

Pósturaf chaplin » Mán 10. Jan 2011 00:58

Ég get næstum lofað þér því að kassinn þinn er ekki gallaður, þetta getur verið pínulítið erfitt að loka kassanum, eftir nokkur skipti verður þetta þó betri (amk hjá síðustu 2 P183 turnum sem ég hef átt og þeim hinum 400 sem ég hef unnið í), ekki hafa áhyggjur, passaðu bara að það sé enginn vír á milli sem er að stoppa þig.

Gangi þér vel með þetta, ef þú lendir í frekari vandræðum gætiru einnig kíkt upp í hamraborgina og ég gæti séð hvað vandamálið hjá þér er (erum með svona kassa til sýnist svo þú þarft ekki að dröslast með þinn).

All the best! ;)




andrespaba
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 12:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Erfitt að loka hliðar panelum á P183

Pósturaf andrespaba » Mán 10. Jan 2011 16:14

Eins og daanielinn segir þá er þetta alveg eðlilegt enda er þetta massíft þéttur kassi. Kassinn minn var svipaður og þú talar um, en eftir nokkur skipti, opna og loka, þá fer maður að venjast þessu.


i7-3770 - Z77X-UD5H - 16GB 1600MHz - GTX670 - SSD 256GB 840Pro - Antec CP-850W & P183 - Dell U2412M 22“Acer - ASUS Xonar Essence STX
unRAID NAS Server 10.5TB


Höfundur
TestType
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Erfitt að loka hliðar panelum á P183

Pósturaf TestType » Mán 10. Jan 2011 16:34

Takk kærlega fyrir svörin. Ég hef opnað hann og lokað nokkrum sinnum núna og þetta virðist ekki vera vandamál lengur, smellur frekar auðveldlega á núna alveg eins og þið sögðuð.

daanielin, þakka gott boð, ég keypti einmitt kassann hjá ykkur :)

Varð þó fyrir pínu vonbrigðum með að fá ekki revision 2 af þessum kassa sem er með gati bakvið móðurborðið til að setja á festingu fyrir örgjörvakælingu, sérstaklega þar sem ég mun byrja með stock coolerinn þangað til ég panta (mjög fljótlega) betri kælingu sem mun þurfa svona festingu. Var að vona að þeir væru almennt komnir í dreifingu þar sem þeir sáust fyrst í umferð í febrúar í fyrra. Hafið þið fengið einhverja svoleiðis kassa í hús?

Þá er bara að bíða eftir að fá restin af dótinu í hendurnar áður en ég get farið að leika mér, get ekki beðið! Er líka að leggja mig fram við að gera þessa tölvu eins hljóðláta og mögulegt er, sem er ástæðan fyrir því að ég valdi þennan kassa.