Sælir
Hef lengi verið að spá í að overclocka tölvuna mína en þrátt fyrir að hafa 500W aflgjafa að þá hef ég einhvernveginn ekki þorað því vegna þess að ég treysti honum ekki. Hann er kominn til ára sinna, fyrri eiganda tókst að kveikja í tölvunni sem hann var í, auk þess sem að ég þoli ekki að hann hefur ekki, svo ég sletti nú aðeins, "modular cabling".
Setupið mitt er í undirskrift og ég var að spá í að skella örgjörvanum í um 3,2 ghz (vonandi).
Aflgjafinn þarf helst að vera hljóðlátur, kaldur, hafa modular cabling og duga í yfirklukkið. Ég er ekki að stíla inná SLI eða slíkt bara klassa Bang-for-the-buck aflgjafa.
Nægir 450W mér eða þarf ég meira?
Mushkin 580W
Tacens Radix II 520W
Fortron Everest 500w
Jersey Modular 550W
Sidenote: Ég fór á síðuna hjá Corsair og setti þar inn örgjörvatýpu, skjákort og að ég ætlaði að yfirklukka örgjörvann meira en 30% og þar virtist nægja að vera með 450W VX týpuna.
Þakkir
Aflgjafi - hvað skal kaupa? [EDIT]
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Aflgjafi - hvað skal kaupa? [EDIT]
sýnist þeir allir vera fínir en ef ég væri þú myndi ég velja mér mushkin aflgjafann.
það er reyndar grænt ljós í viftunni á aflgjafanum , þannig ef þu vilt ekki ljós þá er hann ekki þinn valkostur.
það er reyndar grænt ljós í viftunni á aflgjafanum , þannig ef þu vilt ekki ljós þá er hann ekki þinn valkostur.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Aflgjafi - hvað skal kaupa? [EDIT]
Það er kannski allt í lagi að það sé smá ljós í honum (það er blátt led á örgjörvaviftunni). Mikilvægast er náttúrulega að hann sé solid aflgjafi sem er að fara að þola massíft yfirklukk
Málið líka með Mushkin er að ég hef alltaf fengið frábæra þjónustu hjá Tölvutækni þannig að ef ég er ekki að fá þeim mun betri örgjörva á sama verði að þá versla ég þar.
Málið líka með Mushkin er að ég hef alltaf fengið frábæra þjónustu hjá Tölvutækni þannig að ef ég er ekki að fá þeim mun betri örgjörva á sama verði að þá versla ég þar.