Q6600 Yfirklukkun
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Q6600 Yfirklukkun
Sælir.
Keypti mér nýja tölvu fyrir nokkrum mánuðum og nú er pælingin að fara að yfirklukka.
Er búinn að lesa mig til um hvernig ég á að yfirklukka, en spurningin er á hvað ég á að stilla Multiplier-inn og FSB-ið.
Í leiðbeiningunum sem ég las um hvernig ætti að yfirklukka Q6600 þá stóð að maður ætti að prófa að hafa 7 x 475, en svo hef ég líka séð 9 x 333.
Þetta sýnir CPU-Z mér núna :
Svo er spurning hvort það borgi sig eitthvað að yfirklukka á stock kælingunni, eða hvort maður ætti ekki bara að splæsa í nýja.
Var að pæla í þessum :
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
CoolerMaster N520
Og fyrst ég er að kaupa nýja kælingu þá vill ég nýta tækifærið og reyna að minnka hávaðann í tölvunni (þó svo að mér heyrist skjákortið og PSU vera með mestu lætin)
Keypti mér nýja tölvu fyrir nokkrum mánuðum og nú er pælingin að fara að yfirklukka.
Er búinn að lesa mig til um hvernig ég á að yfirklukka, en spurningin er á hvað ég á að stilla Multiplier-inn og FSB-ið.
Í leiðbeiningunum sem ég las um hvernig ætti að yfirklukka Q6600 þá stóð að maður ætti að prófa að hafa 7 x 475, en svo hef ég líka séð 9 x 333.
Þetta sýnir CPU-Z mér núna :
Svo er spurning hvort það borgi sig eitthvað að yfirklukka á stock kælingunni, eða hvort maður ætti ekki bara að splæsa í nýja.
Var að pæla í þessum :
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
CoolerMaster N520
Og fyrst ég er að kaupa nýja kælingu þá vill ég nýta tækifærið og reyna að minnka hávaðann í tölvunni (þó svo að mér heyrist skjákortið og PSU vera með mestu lætin)
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Ég er með N520 kælinguna, hún er mjög góð. 20°C munur á henni og stock kælingunni.
Ég er með minn núna á 333*9=3GHz á stock vcore og hann er stöðugur þannig.
Það fer eftir hversu hátt FSB móðurborðið þitt styður, en ef það er t.d. fyrir 1333FSB, þá kemstu hæst í 333 BUS speed, þannig þá er betra að hafa hærri margfaldara.
Sé á screenshotinu að margfaldarinn er á 6 hjá þér, en hann á að vera á 9 venjulega. Það gæti verið að hann hafi lækkað sig sjálfkrafa út af hita ef þú gerðir þetta ekki sjálfur.
Það er ekki líklegt að þú náir mikilli yfirklukkun á stock kælunginni, miðað við að hjá mér var hann að fara upp í 70°C+ án yfirklukkunar.
Coretemp er mjög gott forrit til að fylgjast með hitanum, sýnir hitann á hverjum kjarna fyrir sig.
Ég er með minn núna á 333*9=3GHz á stock vcore og hann er stöðugur þannig.
Það fer eftir hversu hátt FSB móðurborðið þitt styður, en ef það er t.d. fyrir 1333FSB, þá kemstu hæst í 333 BUS speed, þannig þá er betra að hafa hærri margfaldara.
Sé á screenshotinu að margfaldarinn er á 6 hjá þér, en hann á að vera á 9 venjulega. Það gæti verið að hann hafi lækkað sig sjálfkrafa út af hita ef þú gerðir þetta ekki sjálfur.
Það er ekki líklegt að þú náir mikilli yfirklukkun á stock kælunginni, miðað við að hjá mér var hann að fara upp í 70°C+ án yfirklukkunar.
Coretemp er mjög gott forrit til að fylgjast með hitanum, sýnir hitann á hverjum kjarna fyrir sig.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
SteiniP skrifaði:Ég er með N520 kælinguna, hún er mjög góð. 20°C munur á henni og stock kælingunni.
Ég er með minn núna á 333*9=3GHz á stock vcore og hann er stöðugur þannig.
Það fer eftir hversu hátt FSB móðurborðið þitt styður, en ef það er t.d. fyrir 1333FSB, þá kemstu hæst í 333 BUS speed, þannig þá er betra að hafa hærri margfaldara.
Sé á screenshotinu að margfaldarinn er á 6 hjá þér, en hann á að vera á 9 venjulega. Það gæti verið að hann hafi lækkað sig sjálfkrafa út af hita ef þú gerðir þetta ekki sjálfur.
Það er ekki líklegt að þú náir mikilli yfirklukkun á stock kælunginni, miðað við að hjá mér var hann að fara upp í 70°C+ án yfirklukkunar.
Coretemp er mjög gott forrit til að fylgjast með hitanum, sýnir hitann á hverjum kjarna fyrir sig.
Móðurborðið mitt (ASUS P5QL-E) er með 1600FSB.
Ef ég myndi kaupa mér N520 kælinguna, hvað heldurðu að ég myndi getað yfirklukkað hann mikið, án þess að hafa hann of heitann ?
Ég lækkaði ekki Multiplierinn og svo er ég með CoreTemp og líka HWMonitor og Speedfan, þannig ég held að ég sé nokkuð safe...
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:Móðurborðið mitt (ASUS P5QL-E) er með 1600FSB.
Ef ég myndi kaupa mér N520 kælinguna, hvað heldurðu að ég myndi getað yfirklukkað hann mikið, án þess að hafa hann of heitann ?
Ég lækkaði ekki Multiplierinn og svo er ég með CoreTemp og líka HWMonitor og Speedfan, þannig ég held að ég sé nokkuð safe...
Hvað er hann heitur núna?
Hann er líklegast að ofhitna fyrst hann klukkar sig niður sjálfkrafa, sem að bendir til þess að það sé ekki nógu gott loftflæði í kassanum.
Það er ekki hægt að segja neina örugga tölu, hver örgjörvi er mismunandi. En þú ættir alveg að komast léttilega upp í 3GHz og alveg örugglega eitthvað hærra.
Fer samt mikið eftir hvort að kassinn sé vel kældur eða ekki...
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
SteiniP skrifaði:Hvað er hann heitur núna?
Hann er líklegast að ofhitna fyrst hann klukkar sig niður sjálfkrafa, sem að bendir til þess að það sé ekki nógu gott loftflæði í kassanum.
Það er ekki hægt að segja neina örugga tölu, hver örgjörvi er mismunandi. En þú ættir alveg að komast léttilega upp í 3GHz og alveg örugglega eitthvað hærra.
Fer samt mikið eftir hvort að kassinn sé vel kældur eða ekki...
CoreTemp, SpeedFan og HWMonitor sýna öll það sama :
Core 0 : 51°C
Core 1 : 50°C
Core 2 : 48°C
Core 3 : 51°C
Kassinn heitir Antec Three Hundred og er með eina 140mm viftu ofaná og eina 120mm viftu aftaná.
Svo er möguleiki að setja tvær 120mm viftur framaná, en ég er rétt að vona að þess þurfi ekki, enda er nóg hávaði í tölvunni fyrir.
Re: Q6600 Yfirklukkun
það er kveikt á speed steepinu hann lækkar multiplierinn úr 9 í 6 þegar ekkert álag er á örgjöfanum.
Annars er lítið mál að yfirklukka þennan örgjörva uppí 3,2ghz þarft aðeins að hækka spennuna á vcore, eftir 3,2ghz þarftu að fara að hækka spennuna á vcore frekar mikið til að ná honum
stöðugum, og þar af leiðandi byrjar hann að hitna frekar mikið.
Annars er lítið mál að yfirklukka þennan örgjörva uppí 3,2ghz þarft aðeins að hækka spennuna á vcore, eftir 3,2ghz þarftu að fara að hækka spennuna á vcore frekar mikið til að ná honum
stöðugum, og þar af leiðandi byrjar hann að hitna frekar mikið.
Asus Sabertooth Z77 - i5 3570K @ 4.0 ghz - 2x8GB G.Skill Ares 2133 MHz - AMD ASUS R9 280X - gigabyte Odin 800W - Philips 27" LED 273E - Intel 120GB 520 - Windows 8 PRO
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:SteiniP skrifaði:Hvað er hann heitur núna?
Hann er líklegast að ofhitna fyrst hann klukkar sig niður sjálfkrafa, sem að bendir til þess að það sé ekki nógu gott loftflæði í kassanum.
Það er ekki hægt að segja neina örugga tölu, hver örgjörvi er mismunandi. En þú ættir alveg að komast léttilega upp í 3GHz og alveg örugglega eitthvað hærra.
Fer samt mikið eftir hvort að kassinn sé vel kældur eða ekki...
CoreTemp, SpeedFan og HWMonitor sýna öll það sama :
Core 0 : 51°C
Core 1 : 50°C
Core 2 : 48°C
Core 3 : 51°C
Kassinn heitir Antec Three Hundred og er með eina 140mm viftu ofaná og eina 120mm viftu aftaná.
Svo er möguleiki að setja tvær 120mm viftur framaná, en ég er rétt að vona að þess þurfi ekki, enda er nóg hávaði í tölvunni fyrir.
Ok prufaðu að setja margfaldarann á 9 aftur og gáðu hvað hitinn er undir 100% álagi.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
SteiniP skrifaði:Ok prufaðu að setja margfaldarann á 9 aftur og gáðu hvað hitinn er undir 100% álagi.
Hmm, hvernig fæ ég hann til að fara á 100% ?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:SteiniP skrifaði:Ok prufaðu að setja margfaldarann á 9 aftur og gáðu hvað hitinn er undir 100% álagi.
Hmm, hvernig fæ ég hann til að fara á 100% ?
t.d. með Prime95
Það er líka mikið notað til að prufa stöðugleikann á vélinni eftir yfirklukkun.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1228
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Ég myndi síðan aðeins kynna mér hvernig þú yfirklukkar.
Allskonar stillingar sem þarf að breyta í BIOS eins og t.d.
C1E halt State = Disabled
EIST Function = Disabled
PCI-E Frequency = 100mhz
Svo lendirðu örugglega í einhverju veseni með að klukka hann vegna þess að minnin hjá þér fara líka að klukkast með.
Það er góður sticky þráður í þessum korkum hvernig best er að klukka Core2Duo, Core2Quad.
Allskonar stillingar sem þarf að breyta í BIOS eins og t.d.
C1E halt State = Disabled
EIST Function = Disabled
PCI-E Frequency = 100mhz
Svo lendirðu örugglega í einhverju veseni með að klukka hann vegna þess að minnin hjá þér fara líka að klukkast með.
Það er góður sticky þráður í þessum korkum hvernig best er að klukka Core2Duo, Core2Quad.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Ég prófaði að slökkva á Speed Step og hækka Multiplierinn í 9.
Kveikti svo á Prime95 og leyfði því að malla í 28 mín, fékk úr því 0 errors og 0 warnings.
Hinsvegar var ég með CoreTemp opinn allan tímann, og þegar ég kom inn þá var mesti hitinn í Core #3 minnir mig 90°C (finn hvergi Log file-inn)
Kveikti svo á Prime95 og leyfði því að malla í 28 mín, fékk úr því 0 errors og 0 warnings.
Hinsvegar var ég með CoreTemp opinn allan tímann, og þegar ég kom inn þá var mesti hitinn í Core #3 minnir mig 90°C (finn hvergi Log file-inn)
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:Ég prófaði að slökkva á Speed Step og hækka Multiplierinn í 9.
Kveikti svo á Prime95 og leyfði því að malla í 28 mín, fékk úr því 0 errors og 0 warnings.
Hinsvegar var ég með CoreTemp opinn allan tímann, og þegar ég kom inn þá var mesti hitinn í Core #3 minnir mig 90°C (finn hvergi Log file-inn)
90C° er alltof heitt til að yfirklukka.
Ertu viss um að kælingin sitji rétt á sökklinum og kælikremið sé dreift jafnt yfir örgjörvann?
Ég mæli með að þú klukkir hann niður þangað til þú færð nýja kælingu, það fer ekki vel með örgjörvann að keyra mikið á svona háum hita.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
SteiniP skrifaði:90C° er alltof heitt til að yfirklukka.
Ertu viss um að kælingin sitji rétt á sökklinum og kælikremið sé dreift jafnt yfir örgjörvann?
Ég mæli með að þú klukkir hann niður þangað til þú færð nýja kælingu, það fer ekki vel með örgjörvann að keyra mikið á svona háum hita.
Gæti vel verið að hún sitji vitlaust á sökklinum, enda var mjög mikið vesen að koma kælingunni á.
Hinsvegar er það næsta mál á dagskrá að kaupa nýja kælingu einhverntímann í þessari eða næstu viku.
Á ég ekki að kveikja á SpeedStep-inu aftur og láta Multiplierinn á Auto (eins og hann var) ??
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:SteiniP skrifaði:90C° er alltof heitt til að yfirklukka.
Ertu viss um að kælingin sitji rétt á sökklinum og kælikremið sé dreift jafnt yfir örgjörvann?
Ég mæli með að þú klukkir hann niður þangað til þú færð nýja kælingu, það fer ekki vel með örgjörvann að keyra mikið á svona háum hita.
Gæti vel verið að hún sitji vitlaust á sökklinum, enda var mjög mikið vesen að koma kælingunni á.
Hinsvegar er það næsta mál á dagskrá að kaupa nýja kælingu einhverntímann í þessari eða næstu viku.
Á ég ekki að kveikja á SpeedStep-inu aftur og láta Multiplierinn á Auto (eins og hann var) ??
jú eða lækka bara margfaldarann sjálfur niður í 6 eða 7
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Þá á að fara að kaupa nýja kælingu, og ég var að spá í þessum tveim :
CoolerMaster N520
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
Ultra 120 er augljóslega hljóðlátari þannig að hvor kælir betur, er auðveldari að festa og bara betri yfirhöfuð ?
CoolerMaster N520
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
Ultra 120 er augljóslega hljóðlátari þannig að hvor kælir betur, er auðveldari að festa og bara betri yfirhöfuð ?
Re: Q6600 Yfirklukkun
Selurinn skrifaði:Ég myndi síðan aðeins kynna mér hvernig þú yfirklukkar.
Allskonar stillingar sem þarf að breyta í BIOS eins og t.d.
C1E halt State = Disabled
EIST Function = Disabled
PCI-E Frequency = 100mhz
Svo lendirðu örugglega í einhverju veseni með að klukka hann vegna þess að minnin hjá þér fara líka að klukkast með.
Það er góður sticky þráður í þessum korkum hvernig best er að klukka Core2Duo, Core2Quad.
Er mikilvægt að setja PCI-E Frequency í 100mhz? Af hverju ekki bara auto?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
noizer skrifaði:Selurinn skrifaði:Ég myndi síðan aðeins kynna mér hvernig þú yfirklukkar.
Allskonar stillingar sem þarf að breyta í BIOS eins og t.d.
C1E halt State = Disabled
EIST Function = Disabled
PCI-E Frequency = 100mhz
Svo lendirðu örugglega í einhverju veseni með að klukka hann vegna þess að minnin hjá þér fara líka að klukkast með.
Það er góður sticky þráður í þessum korkum hvernig best er að klukka Core2Duo, Core2Quad.
Er mikilvægt að setja PCI-E Frequency í 100mhz? Af hverju ekki bara auto?
Því þá getur það klukkast sjálfkrafa með örgjörvanum á sumum móðurborðum.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 937
- Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
- Reputation: 152
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:Þá á að fara að kaupa nýja kælingu, og ég var að spá í þessum tveim :
CoolerMaster N520
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
Ultra 120 er augljóslega hljóðlátari þannig að hvor kælir betur, er auðveldari að festa og bara betri yfirhöfuð ?
Hvað segjiði ? Er einhver hérna með reynslu af Thermalright kælingunni ??
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1228
- Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
- Reputation: 2
- Staðsetning: Mhz
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Orri skrifaði:Orri skrifaði:Þá á að fara að kaupa nýja kælingu, og ég var að spá í þessum tveim :
CoolerMaster N520
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
Ultra 120 er augljóslega hljóðlátari þannig að hvor kælir betur, er auðveldari að festa og bara betri yfirhöfuð ?
Hvað segjiði ? Er einhver hérna með reynslu af Thermalright kælingunni ??
Besta kæling sem ég hef nokkurntímann tekið í.
Klukkaður Q6600 var á róli hjá mér 50-55°C
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Selurinn skrifaði:Orri skrifaði:Orri skrifaði:Þá á að fara að kaupa nýja kælingu, og ég var að spá í þessum tveim :
CoolerMaster N520
Thermalright Ultra 120A (Spurning hvort hann passi yfirhöfuð í kassann minn (Antec Three Hundred))
Ultra 120 er augljóslega hljóðlátari þannig að hvor kælir betur, er auðveldari að festa og bara betri yfirhöfuð ?
Hvað segjiði ? Er einhver hérna með reynslu af Thermalright kælingunni ??
Besta kæling sem ég hef nokkurntímann tekið í.
Klukkaður Q6600 var á róli hjá mér 50-55°C
Ertu þá að tala um idle eða undir álagi?
Og varstu þá með hana viftulausa?
Spurning hvort maður blæði í eitt stykki, er orðinn þreyttur á hávaðanum í N520 kælingunni.
Re: Q6600 Yfirklukkun
var að brasa í overclock á mínum e8400 í gær fór í 3.6ghz og er hann aðeins í 39°c . klóraði mér lengi í hausnum yfir því af kverju það var alltaf 6x í multiplier.. svo maður googlaði það bara og kom þá í ljós að það er stilling í bios sem heitir C1E disablear það þá á það að vera í 9x steddy. nenti ekki að lesa öll commentin hér fyrir neðan. en villdi bara lýsa því sem ég lærði í gær. good luck
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 390
- Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
mercury skrifaði:var að brasa í overclock á mínum e8400 í gær fór í 3.6ghz og er hann aðeins í 39°c . klóraði mér lengi í hausnum yfir því af kverju það var alltaf 6x í multiplier.. svo maður googlaði það bara og kom þá í ljós að það er stilling í bios sem heitir C1E disablear það þá á það að vera í 9x steddy. nenti ekki að lesa öll commentin hér fyrir neðan. en villdi bara lýsa því sem ég lærði í gær. good luck
Ertu að nota stock viftuna? Auk þess finn ég hvergi C1E í mínum bios.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Q6600 Yfirklukkun
Selurinn skrifaði:55°C Load með viftu.
Nice, það er bara svipað og þotuhreyfillinn sem ég er með núna. Reyndar bara á stock vcore.