Ég þekki voða lítið til svona viftustýringa og svoleiðis hluta, en ég er einmitt að fara að fá mér svoleiðis núna til að geta ráðið aðeins um hraðann og þetta allt saman.
Ég var að spá í ÞESSA hjá Start.is eða ÞESSA hjá Tölvutækni.
Hvernig virka annars svona stýringar, þarf ég að tengja allar viftur við stýringuna eða er þetta eitthvað í gegnum móðurborðið bara?
Svo eitt enn, ég er að fara að fá mér viftu ofan á kassann minn, sem blæs út að sjálfsögðu, og var að spá hvaða viftu ég ætti að fá mér?
Datt í hug Golfball 12cm hjá Kísildal eða ÞESSA hjá Start.
Hverju mæliði með?
Vona að ég fái flott og góð svör

Endilega bara fræðið mig um þetta allt saman
