Media center / file server Mod

Skjámynd

Höfundur
OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Media center / file server Mod

Pósturaf OliA » Fim 26. Júl 2007 21:57

Jæja, þar sem enginn virðist nenna að senda inn worklog eða eitthvað sem við kemur case mods þá ættla ég að ríða á vaðið, þrátt fyrir að vera ekkert ofur case mod né ofur mod... Bara kassa smíði :)

Aðstæður eru þannig að ég kom cat5 inn við sjónvarp og er að vinna í því að koma video/audio snúrum að sjónvarpinu. Mig langar að geta haft sjónvarpið laust við tölvu en samt geta horft á í gegnum tölvuna. Þannig að ég ættla að nota cat5 til að flytja usb merki frá mótakara fyrir RC og mús ef þess þarf.

Til að byrja með tók ég MSI usb bracked sem ég fann og bútaði hann niður og setti on/off takka og ákvað að hafa bara eina usb línu. Usb-ið í kassanum fer í cat5 konu og kall í sjálfu unitinu.

Kassinn á að vera úr MDF, sér hólf fyrir psu, móðurborð og hdd til að fá fram sem besta kælingu og aðalega vegna þess að pláss er lítið vandamál.

Á kassanum verða audio tengi, 2x cat5 konur, vga tengi en video kapalinn ættla ég að halda heilum alla leið.

Sendi ykkur updates næstu daga, á að reyna að klára þetta fyrir mánudag.

Specs : Abit Max-2 borð sem ég fann í kassa ásamt einhverjum amd örgjörva, ekki búinn að prófa en ætti að virka. Skrapaði saman 1024gb af sdram minni og fann 4x diska frá 80gb og uppí 250gb sem á að nota í þetta.
Á bæði gamalt g-force og ati kort, hallast meira af ati kortinu því það er ekki með viftu (Edit : ati 9600)

Sendi inn myndir á morgun af bracketinu. Until then.


The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.


Tappi
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Fim 22. Jún 2006 11:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tappi » Fös 27. Júl 2007 13:45

Snilld! Endilega koma með myndir og svona... Gangi þér vel!




tommiáddna
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Fös 08. Jún 2007 16:52
Reputation: 0
Staðsetning: Akranesi, og stolltur af því!
Staða: Ótengdur

Pósturaf tommiáddna » Fös 03. Ágú 2007 15:31

bíð spenntur eftir afrakstrinum !


iMac G4, 1.256 MB SD RAM, 80 GB HD, 17 " LCD, Apple Pro Keyboard, Mighty Mouse, iPod Mini 4GB, MyBook 250 GB HD


Guðinn í blóði þínu
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 24. Maí 2006 08:17
Reputation: 0
Staðsetning: Miðgarður
Staða: Ótengdur

Re: Media center / file server Mod

Pósturaf Guðinn í blóði þínu » Fim 20. Sep 2007 00:11

OliA skrifaði:Sendi inn myndir á morgun

Það er aldeilis að þessi morgundagur er langur hjá þér. :)

Ekkert að frétta af þessari áhugaverðu smíð yðar?