Turnkassinn alltaf heitur.


Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Turnkassinn alltaf heitur.

Pósturaf Gilmore » Mið 28. Feb 2007 09:26

Mér finnst turnkassinn alltaf vera svo heitur og hann blæs miklum hita útfrá sér. Ég er með 520w aflgjafa og Geforce 8800GS skjákortið og svo er bara þessi venjulega vifta í tölvunni. Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með vélina, en finnst samt skrítið að hún sé svona heit alltaf. Eru einhver góð forrit sem mæla hitann í kassanum og þarf einhvern sérstakan búnað til þess að þau virki??


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mið 28. Feb 2007 10:01

Með td. Speedfan ættirðu að sjá hitan á CPU og þeim hitaskynjurum sem móðurborðið býður upp á. Það eru líka til fleirri forrit.. nenni ekki að lista þau upp enda yrði það tæplega tæmandi listi.

Til að sjá hitan á skjákortinu þarftu líklega að fara inn í nVidia Control Panel eða eitthvað álíka (hef ekki átt nVidia kort í mörg ár). En flest öll nýrri kort (amk. síðustu 2 árin eða svo) eru með hitaskynjurum.

Önnur hitamæling sem skiptir líka miklu máli er lofthitinn í kassanum, en þú sérð hann væntanlega ekki nema með utanað komandi hitamæli.




Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gilmore » Mið 28. Feb 2007 16:40

Ég er búinn að keyra Speedfan og þetta les ég út úr því.


System: 50C
CPU: 54C
AUX: 37C
HDO: 40C
Temp1: 36C

Þetta er eitthvað flöktandi en mér sýnist System og CPU vera við hættumörk.......hvað er hægt að gera, bæta við viftu??


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

astro
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf astro » Mið 28. Feb 2007 17:55

Ert líklega með stock (basic/sem fylgdi með) viftu á örranum :/ mæli með zalman blómi.. spurning hversu dýrt og gott/stórt þú vilt fara:

Kopar og ál (Medium kæling)
http://www.computer.is/vorur/3331

Bara kopar (Skítsæmileg kæling)
http://www.computer.is/vorur/3937 (Ég er með svona og ég er með 32-35°C)

Stærri kerðin af koparkælingunni
http://www.computer.is/vorur/4966

Hérna erum við með hálft kíló af kopar (Þvílík kæling)
http://www.computer.is/vorur/5456

Og jú auðvitað stóri bróðir hans..
http://www.computer.is/vorur/6375

Getur fundið þessar viftur í öðrum búðum á minni pening (http://www.vaktin.is : yfirlit yfir tölvubúðir)

As for system.. 50°C er frekar heitt fyrir mína matarlist svo ég mæli með að þú prufir að fá þér 2-3 viftur í viðbót eða uppfæra viftunar sem þú ert með ef þú ert með fullt :l
Ég er sjálfur að púlla 30°C með 5stk: http://www.tolvulistinn.is/vara/3026 .. ég meina viftur eru bara smekksatriði (Hljóðlátar/Hraðar/Góðar/Loftflæði/ljós), ég sef með þessar Coolermaster í gangi þannig að ég er sáttur :)
Vona að þetta hafi hjálpað þér eithvað :) Gangi þér vel!


Lian Li O11 Mini * NZXT B650e (black) * AMD Ryzen 7 7700x * 64GB Corsair VENGEANCE 6000MHz CL36 EXPO * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 1TB M.2 970 EVO Plus NVMe * Corsair iCUE H115i RGB ELITE AIO

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Mið 28. Feb 2007 18:54

Hvað með Big Typhoon?

http://kisildalur.is/?p=2&id=36

Besta loftkælingin fyrir örgjörva sem seld er hérlendis, og er á skitinn 6þús kall.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


SkaveN
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 00:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf SkaveN » Mið 28. Feb 2007 20:32

Reyndar gæti hann líka fengið sér Þessa hérna En hún hefur verið að vera koma mjög svipað út og BigT. Jafnvel betur ef þú færð þér 2x120 viftur á sitthvora hliðiná :8)




prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf prg_ » Mið 28. Feb 2007 20:44

Gaman að því þegar maður er að missa legvatnið yfir örraviftum... mér finnst eins og ég sé farinn að fitta inn ;)



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Mið 28. Feb 2007 21:33

SkaveN skrifaði:Reyndar gæti hann líka fengið sér Þessa hérna En hún hefur verið að vera koma mjög svipað út og BigT. Jafnvel betur ef þú færð þér 2x120 viftur á sitthvora hliðiná :8)


Noh! Vissi ekki af þessu. Já, það er rétt, þetta heatsink er oft að koma út á mjög svipuðum stað og BT. En fylgir vifta?

Núna vantar bara að einhver flytji inn Tuniq Tower 120 og CoolIT Systems FreeZone.

http://www.frozencpu.com/products/1449/ ... d=TZiB5cGj

http://www.frozencpu.com/products/2398/ ... campid=prf


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


SkaveN
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 00:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf SkaveN » Mið 28. Feb 2007 22:50

Já það fylgir 1x120mm vifta með infinity. Þannig þú þyftir að kaupa þér auka 120mm viftu til að geta notast við tvær og þá ertu líka komin uppí sama verð og BT þannig spurningin er bara hvor passar betur fyrir í þínum tiltekna tölvukassa.

Já vona svo sannalega að einhvað fyrirtæki taki sig til og fari að koma Tuniq tower120 hingað til landsins, einfaldlega besta loftkælingin sem hægt er að fá.
Reyndar var mjög erfitt að fá towerinn í USA fyrir nokkum mánuðum, var out of stock allstaðar en er víst að koma sterkur inn núna!! :roll:

Skora á íslensk fyritæki að flytja inn nokkur stykki !!!! :8)



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Mið 28. Feb 2007 23:08

Gilmore skrifaði:Ég er búinn að keyra Speedfan og þetta les ég út úr því.


System: 50C
CPU: 54C
AUX: 37C
HDO: 40C
Temp1: 36C

Þetta er eitthvað flöktandi en mér sýnist System og CPU vera við hættumörk.......hvað er hægt að gera, bæta við viftu??
Hmm.. frekar hátt miðað við að vélin er væntanlega idle. Í hvernig rými er hún, nóg pláss í kring og svoleiðis? Er skjákortið með svona kæliunit sem blæs hitanum beint út úr kassanum?

Vandamálið með loftkælingu er að þú nærð aldrei að kæla lægra en lofthitinn er í kringum hlutin sem á að kæla. Mér finnst allt frekar heitt hjá þér svo það leysir hugsanlega ekkert að skipta um örgjörvaviftu. Td. er HDD í 40°C, hjá mér er hitinn á HDD um 28°C sem er ~3°C hærri en lofthitinn innann í kassanum (idle). Ég myndi giska á að loftflæðið væri frekar lélegt og/eða kassinn væri fullur af ryki.. en þetta er sýnist mér frekar nýr kassi til að hafa safnað miklu ryki. Ef lofthitinn í kassanum hjá þér er ~37°C þá fer CPU aldrei niður fyrir 50°C, td. er ég sjálfur með umrædda Big Typhoon og CPU er svona ~13°C heitara en lofthitinn í kassanum (idle, samkvæmt Speedfan).

Til að bæta loftflæðið þarf að:
1. tryggja aðgang að köldu lofti
2. tryggja að heita loftið komist greiðlega í burt (svo það fari ekki aftur inn í kassann)
3. skoða staðsetningu á viftum, hvort þær virki rétt og blási almennilega (innann hæfilegra hávaðamarka)
4. ganga þannig frá köplum og íhlutum inn í kassanum að það trufli ekki loftflæðið og að íhlutir séu staðsettir þannig að þeir njóti sem bestrar kælingar.
5. bæta við kassa viftum ef þörf er á til að auka loftflæðið




Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gilmore » Fim 01. Mar 2007 08:28

Skjákortið er með svona kæliunit sem þú talar um og vélin er glæný.Þetta er tölva frá tölvulistanum og það stendur coolmaster utan á kassanum. Tölvan er í frekar svölu rými eða bara rétt um stofuhita og það flæðir nóg loft um vélina á alla kanta. Það væri nú ekki eðlilegt að þurfa að hafa svo kalt í herberginu að maður þarf úlpu til að sitja við tölvuna.

En er ekki málið að bæta annari viftu í kassann, t.d. þessari Big Typhoon er þið eruð að tala um. Á ekki að vera pláss fyrir aðra viftu með þessari sem fylgir? Ég er með Ace coolmaster kassa og móðurborðið er MSI 965 minnir mig.

P.s Aflgjafinn er 520w, hefur það eitthvað að segja með hitann?


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.


Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gilmore » Fim 01. Mar 2007 09:41

Ok ég er að rugla saman kassaviftum og örgjörvaviftum.......ég þarf að opna kassann í kvöld og athuga þetta betur.Þegar ég þreifa á kassanum þá virðist hittinn vera mestur efst í horninu þar sem aflgjafinn er....kannski hann gefi frá sér svona mikinn hita. Þetta er sennilega rétt hjá stuttadrekanum að það sé best að bæta við kassaviftum.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.


Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gilmore » Fim 01. Mar 2007 18:38

Ég opnaði kassann áðan og komst að því að það er engin vifta á bakhliðinni, bara að framan sem dælir lofti inn. Þannig að ég fer á morgun og kaupi viftu til að dæla heita loftinu út úr kassanum. Mæliði með einhverri góðri 120mm kassaviftu? Hefði helst viljað Coolmaster 720 snúninga en hún er hvergi til.

Svo er annað......Fan speed stillingarnar eru allar á 0 RPM. Getur SpeedFan ekki lesið viftuhraðann hjá mér?


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fös 02. Mar 2007 22:53

Persónulega er ég mjög hrifinn af SilenX viftunum. Mæli hiklaust með þeim.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Lau 03. Mar 2007 00:59

Gilmore skrifaði:Svo er annað......Fan speed stillingarnar eru allar á 0 RPM. Getur SpeedFan ekki lesið viftuhraðann hjá mér?


Kíktu hvort viftan er með RPM snúru (sjá mynd).
Mynd

Það mun vera þessi gula. Ef viftan er ekki með svoleiðis sem er tengt í móðurborðið þá muntu geta séð RPMinn.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Lau 03. Mar 2007 10:07

Zedro skrifaði:
Gilmore skrifaði:Svo er annað......Fan speed stillingarnar eru allar á 0 RPM. Getur SpeedFan ekki lesið viftuhraðann hjá mér?


Kíktu hvort viftan er með RPM snúru (sjá mynd).
Mynd

Það mun vera þessi gula. Ef viftan er ekki með svoleiðis sem er tengt í móðurborðið þá muntu geta séð RPMinn.
Þú meinar væntanlega "Ef viftan er ekki með svoleiðis .. þá muntu ekki geta séð RPMinn."




Höfundur
Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gilmore » Lau 03. Mar 2007 20:54

Ég setti Zalman 12cm viftu aftan í kassan og hitinn lækkaði alveg um 10 gráður. Það eru allar vifturnar með svona tengi og eru tengdar í móðurborðið, samt kemur engin mæling í Speedfan.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.

Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1702
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Sun 04. Mar 2007 10:36

Er alveg hugsanlegt að Speedfan þekki ekki hitaskynjarana. Fylgdi engin hugbúnaður með móðurborðinu til að sjá hitan?




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Sun 04. Mar 2007 12:23

Þú hefur ekkert með öflugri örgjörvaviftu að gera, Core 2 Duo örgjörvarnir hitna ekki mikið.

Fáðu þér eina 120mm viftu til að blása loftinu ut að aftan, það ætti að leysa þetta.