Leitin skilaði 27 niðurstöðum

af Gustaf
Sun 04. Feb 2024 10:41
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Borgin sektar bíl á einkalóð
Svarað: 19
Skoðað: 4006

Re: Borgin sektar bíl á einkalóð

Óðinsgata 8C er hvergi skilgreind sem bílastæðalóð og engin stæði eru skilgreind innan á lóðinni, ekki eru heldur nein bílastæði innan lóðar 8B eða lóð nr 8. Væri það ekki fyrir bestu að hringja og senda póst á bílastæðasjóð?
af Gustaf
Sun 28. Jan 2024 21:20
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Macbook vangaveltur
Svarað: 10
Skoðað: 2867

Re: Macbook vangaveltur

Ég myndi frekar velja 15” Macbook Air M2 16/512. Það er ekki marktækur munur á milli M2 og M3 fyrir venjulega notkun.
af Gustaf
Mið 17. Jan 2024 00:22
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Svarað: 2605
Skoðað: 523763

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Fasteignamarkaðurinn er lengi búinn að vera í rugli, það er ekki hægt að kenna flóttamönnum um þetta. Eignir hafa safnast á hendur fárra, sérstaklega eftir hrun. Meirihluti 101 er í skammtíma leigu o.sv.fr. Það er ekkert eðlilegt við það að verð á raðhúsi í Hveragerði tvöfaldist á 5 árum. Ekki tvöf...
af Gustaf
Lau 03. Jún 2023 07:02
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?
Svarað: 33
Skoðað: 6187

Re: Getur verið að fernur mengi meira en plastflöskur?

Mér finnst vanta inn í umræðuna að þær séu brenndar í sementsverksmiðjum en ekki í stórri holu eða eða eitthvað svoleiðis, svo söfnunin á fernum er ekki alveg tilgangslaus. Er ekki skárra að nota fernur og minna magn að kolum við framleiðslu á sementi.
af Gustaf
Sun 21. Maí 2023 14:22
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Nám á gamalsaldri
Svarað: 17
Skoðað: 3028

Re: Nám á gamalsaldri

Ég mæli sterklega með því að nota khan academy til þess að æfa sig. Það sem mér fannst gott að gera í greiningu I-IV var að skoða raunverulega notkun á efninu sem fjallað var um til að tengja efnið við raunheiminn.
af Gustaf
Fim 04. Maí 2023 11:56
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Íslendingar 400.000 innan árs?
Svarað: 16
Skoðað: 2296

Re: Íslendingar 400.000 innan árs?

Sem dæmi þá hefur íbúafjöldinn í Árborg aukist um 5% að meðaltali seinustu ár, Aðalskipulag Árborgar 2020 til 2036 gerir ráð fyrir að íbúar muni fjölga um 11300 ef miðað er við háspá. Það kæmi mér ekkert á óvart ef að Árborg-Hveragerði-Ölfus svæðið muni brjóta 20000 íbúa múrin á næstu 1-3 árum.
af Gustaf
Fös 28. Apr 2023 17:56
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Reykjavíkurborg á hausnum
Svarað: 162
Skoðað: 34199

Re: Reykjavíkurborg á hausnum

Spurning um að fara skipta Reykjavíkurborg upp. T.d. legg ég til að: Grafarvogur og Úfársdalur sameinist inn í Mosfellsbæ. Að auki Kjalarnesið. Þessi hverfi eiga mun meira sameiginlegt með Mosfellsbæ heldur en Reykjavík. Svo má skoða önnur hverfi, en held að ekkert sé eins borðleggjandi og ofangrei...
af Gustaf
Mið 26. Apr 2023 11:45
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Eldgosið í Fagradalsfjalli
Svarað: 2605
Skoðað: 523763

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Ef það færi að gjósa þarna hvernig myndi gosið dreifa sér?
Virkjunin, Bláa lónið og í raun allt svæðið í kring er flatlendi nema fyrir einstaka fjöll/hæðir.
af Gustaf
Mán 10. Apr 2023 11:29
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!
Svarað: 24
Skoðað: 6580

Re: Búum við í einskonar Monty Python fáránleikaveruleika? Ryðjum snjó þegar það snjóar!

Það sem pirrar mig einstaklega mikið hvern einasta vetur er að göngustígar sem eru í flokki 3 (litaðir grænir í borgarvefsjá) eru ekki mokaðir og stígar sem eru í fyrsta og öðrum flokki eru oft á tíðum illa/rangt mokaðir (litaðir rauðir og bláir í borgarvefsjá), þrátt fyrir þetta þá heyrist í pólítí...
af Gustaf
Mán 19. Des 2022 20:18
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Snjómokstur og göngustígar
Svarað: 61
Skoðað: 9128

Re: Snjómokstur og göngustígar

http://www.reykjavik.is/snjor Upplýsingar um hvað á að skafa og forgang eru til. Það eru fleiri en níu tæki að moka... Fólk sem heldur að færð í húsagötum geti verið með uppitíma 97,5% á Íslandi er með of miklar kröfur. p.s. 97,5% væru um 9 daga ófærð á ári, að meðaltali. Nú komast nær allir ferða ...
af Gustaf
Mán 25. Apr 2022 10:30
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum
Svarað: 22
Skoðað: 3269

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Ég held að svæðið austan við Keldur sé tilvalið (þar sem nýsköpunarmiðstöð Íslands var) Svæðið er stórt um 30 ha og verður vel tengt við almenningssamgöngur og gatnakerfið á næstu árum. Borgarlínan mun koma eftir Stórhöfða og tengja þar með svæðið vel við almenningssamgöngur og einnig eru til gatnat...
af Gustaf
Sun 24. Apr 2022 13:49
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum
Svarað: 22
Skoðað: 3269

Re: Fáránlegasta á internetinu síðustu misserin, borgarstór íþróttahöll á suðurnesjum

Ég sé ekki afhverju þessir vellir verða að vera í Laugardalnum, persónulega finnst mér að það mætti skoða aðra staði svo sem Kópavogsdal, Keldur, Keldnaholt/Egilshallarsvæðið, ÍR svæðið eða jafnvel við Bása í Grafarholti.
af Gustaf
Mið 09. Feb 2022 13:53
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Blikur á lofti í vaxtamálum
Svarað: 500
Skoðað: 178707

Re: Blikur á lofti í vaxtamálum

Eins og var nefnt hér á undan. Þá hefur aðalstefna Reykjavíkurborgar verið þétting byggðar sem er dýrt dæmi. Borgin heldur því fram að það sé sniðugt að gera þetta svona því þá sé hægt að nota allt sem er til staðar í hverfinu og ódýrara fyrir hana. Samt er rukkað af hendi hennar innviðgjald(ný ska...
af Gustaf
Þri 21. Des 2021 16:17
Spjallborð: Tölvuleikir og leikjatölvur
Þráður: Hvar er best að hafa Playstation account skráðan ?
Svarað: 14
Skoðað: 6466

Re: Hvar er best að hafa Playstation account skráðan ?

Ég er með aðganginn minn skráðan á Bretlandi og hef verið að nota bæði kredit og debetkort án vandræða.
af Gustaf
Mið 20. Jan 2021 10:45
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is
Svarað: 34
Skoðað: 10117

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Ef þetta fer langt útfyrir bæinn þá mun þetta draga helling af fólki í "hina áttina" á morgnana og þá eru ekki allir á leið niðr í bæ á sama tíma. Væri áhugavert að skoða umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, hvað þetta svæði er talið skapa/draga að sér mikla umferð. Gamalt módel fyrir umfe...
af Gustaf
Þri 19. Jan 2021 15:20
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is
Svarað: 34
Skoðað: 10117

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Það er frábært að það var hlustað á íbúa. Spurning samt væri það góð hugmynd að stækka svæði M9 (Korpa) yfir suður hluta Korpuvallar og leyfa það sem að breytingartillagan fyrir M22 Hallar lagði til? Mosfellsbær er að skipulegga svæðið rétt austan M9 sem verslunar og athafnasvæði.
af Gustaf
Mán 18. Jan 2021 11:13
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is
Svarað: 34
Skoðað: 10117

Re: Suðurhlíðar Úlfarsfells - M22.is

Fallið hefur verið frá breytingu á aðalskipulagi.

sjá: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... sardalnum/
af Gustaf
Mið 13. Maí 2020 20:15
Spjallborð: Símar, snjalltæki og myndavélar
Þráður: Menntaskólafartölva
Svarað: 21
Skoðað: 6113

Re: Menntaskólafartölva

Ef það þarf bara tölvu til að glósa þá er Ipad pro virkilega góður valkostur. Ég hef notað Ipad síðustu 2 ár í skóla nota Notability til að skrifa glósur. Mest allt sem ég þarf að gera get ég gert á Ipadnum. Það eina sem ég get ekki gert er forritun og Autocad.
af Gustaf
Þri 31. Mar 2020 22:23
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?
Svarað: 26
Skoðað: 9489

Re: Eðlilegur hjartsláttur í svefni?

Þetta er frekar hátt, hjartslátturinn hjá mér er í á bilinu 45 til 70bpm þegar ég sef samkvæmt úrinu mínu. Er þetta að gerast reglulega?
af Gustaf
Fim 31. Okt 2019 16:13
Spjallborð: Símar, snjalltæki og myndavélar
Þráður: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?
Svarað: 52
Skoðað: 15974

Re: Nýr sími...halda mig í Galaxy eða prófa iPhone?

hvað með þetta fræga rafhlöðuvesen i iphone? er ekki fljótt að dragast úr styrknum a þeim? munur á innan við ári? Ég var með Iphone 6s+ sem rétt var orðinn 4 ára þegar að ég skipti yfir í Iphone 11. Batteríið var komið í 77-79% sem mér finnst alveg ásættanlegt miðað við daglega notkun í 4 ár. Ég he...
af Gustaf
Mið 11. Sep 2019 19:03
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Umferðin í Reykjavík
Svarað: 193
Skoðað: 45684

Re: Umferðin í Reykjavík

Ég vil ekkert breyta Miklubraut í hraðbraut með hámarkshraða 80 - ég vil bara sjá fólk geta haldið áfram að keyra á 50-60 í gegnum þessar götur án þess að þurfa stoppa á 2-300m fresti því JónÓlafsson úr Hlíðunum þarf að komast yfir með hundinn eftir göngutúr og frisbígólf á Klambratúni. Hvar ætlarð...
af Gustaf
Mið 11. Sep 2019 16:46
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Umferðin í Reykjavík
Svarað: 193
Skoðað: 45684

Re: Umferðin í Reykjavík

átti frekar að lýsa grunnhugmyndinni að koma fólki af götunni (frá hættunni). Það er bara alveg biluð fílósófía til að byrja með að láta alla sem eru ekki keyrandi þurfa að taka einhvern fáránlegan detour yfir göngubrú eða undirgöng vegna þess að það má ekki hægja á greyið bílafólkinu í 15 sekúndur...
af Gustaf
Mið 19. Des 2018 14:52
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Svarað: 54
Skoðað: 8770

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Ef vegtollar eru settir á veit einhver staðsetninguna á þeim?, ég sá kortið með mögulegri staðsetningu þeirra en þær gera allar ráð fyrir atvinnusvæðum utan þeirra svo ég efast um að þeir verði þar.
af Gustaf
Þri 18. Des 2018 18:51
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?
Svarað: 54
Skoðað: 8770

Re: Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum ?

Ég er fylgjandi með vegtollum (huglægt) aðeins ef hagnaðurinn frá þeim fari í uppbyggingu fyrir akandi vegfarendur. En þar sem að fordæmi eru fyrir því að skattar fyrir ákveðin verk t.d. byggingaréttargjald renni ekki í uppbyggingu og í staðin í gæluverkefni þá er ég á móti þeim. Það er samt nauðsyn...
af Gustaf
Mið 05. Sep 2018 17:04
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Fyrstu íbúðarkaup - Góð ráð?
Svarað: 30
Skoðað: 6144

Re: Fyrstu íbúðarkaup - Góð ráð?

Skoðaðu Seljahverfið, í hverfinu eru 4 leikskólar allir í göngufæri. 2 skólar inní hverfinu. Ágætur fjöldi að búðum í göngu/hjólafæri (Lindinar, Krónan Jafnasel, Deig og Seljakjör). World class er í Breiðholtslaug og í Ögurhvarfi, einnig er stutt í Salalaugina. Eina sem er "að" er að það e...